Nýtt íslenskt jólaleikrit Gunnar Leó Pálsson skrifar 7. desember 2013 12:00 Eggert Kaaber er hér í gervi skessunnar á meðan Katrín stýrir brúðunni Siggu í sýningunni. mynd/ömmi steph Sigga og Skessan í jólaskapi er nýtt íslenskt barnaleikrit sem er eftir sögum Herdísar Egilsdóttur en það var frumsýnt um síðustu helgi. „Við höfum fengið mjög góðar viðtökur með sýninguna, hvert sem við höfum farið og erum mjög stolt,“ segir Eggert Kaaber, annar leikaranna í sýningunni. Ásamt Eggerti leikur Katrín Þorkelsdóttir í sýningunni. Leiksýningin, sem sett er upp af Stoppleikhópnum, er ferðasýning en hún er nýtt íslenskt jólaverk sem er ætlað börnum. „Það eru fyrirhugaðar um tuttugu sýningar á leikritinu í desember, flestar á höfuðborgarsvæðinu en við förum einnig í nærliggjandi kaupstaði.“ Leikritið fjallar um að það eru að koma jól og allir að komast í sannkallað jólaskap. Skessan er heima í hellinum með Siggu að skreyta þegar þær frétta að veðrið er að breytast og snjónum kyngir niður. Allt er að verða ófært og það sem meira er að jólapósturinn kemst ekki áleiðis með jólakortin og jólagjafirnar til fólksins. Nú eru góð ráð dýr en með hjálp hvor frá annarri arka þær vinkonur af stað með jólaskapið eitt að vopni. Saman lenda þær svo í mörgum skondnum uppákomum og hjálpa til við að koma jólapóstinum á leiðarenda. „Brúðu- og grímugerð Katrínar Þorvaldsdóttur leikur stórt hlutverk í sýningunni,“ segir Eggert. Sigurþór Heimisson sér um hljóðmynd í sýningunni. Stoppleikhópurinn, sem stendur að sýningunni, er atvinnuleikhús sem stofnað var árið 1995 sem fræðsluleikhús fyrir börn og unglinga. Leikhópurinn hefur starfað samfleytt í 18 ár og frumsýnt 25 ný íslensk leikrit. Leikhópurinn starfar sem ferðaleikhús og hefur sýnt verk sín um allt Ísland. „Við fengum styrk frá Reykjavíkurborg til að fjármagna nýju sýninguna.“ Stoppleikhópurinn sem hlaut grímuverðlaunin árið 2009 fyrir leikverkið „Bólu-Hjálmar“, hefur nálgast börn og unglinga á þeirra heimavelli öll þessi 18 ár og sýnt sýningar í skólunum og á skólatíma. Þannig er tryggt að allir sjái verkin í návígi við leikarana og listamennina. „Slíkt augnablik er sérstakt og krefur áhorfandann um samspil við listaverkið sem lifir bara á þessu sérstaka augnabliki,“ bætir Eggert við. Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Baltasar Samper látinn Menning Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira
Sigga og Skessan í jólaskapi er nýtt íslenskt barnaleikrit sem er eftir sögum Herdísar Egilsdóttur en það var frumsýnt um síðustu helgi. „Við höfum fengið mjög góðar viðtökur með sýninguna, hvert sem við höfum farið og erum mjög stolt,“ segir Eggert Kaaber, annar leikaranna í sýningunni. Ásamt Eggerti leikur Katrín Þorkelsdóttir í sýningunni. Leiksýningin, sem sett er upp af Stoppleikhópnum, er ferðasýning en hún er nýtt íslenskt jólaverk sem er ætlað börnum. „Það eru fyrirhugaðar um tuttugu sýningar á leikritinu í desember, flestar á höfuðborgarsvæðinu en við förum einnig í nærliggjandi kaupstaði.“ Leikritið fjallar um að það eru að koma jól og allir að komast í sannkallað jólaskap. Skessan er heima í hellinum með Siggu að skreyta þegar þær frétta að veðrið er að breytast og snjónum kyngir niður. Allt er að verða ófært og það sem meira er að jólapósturinn kemst ekki áleiðis með jólakortin og jólagjafirnar til fólksins. Nú eru góð ráð dýr en með hjálp hvor frá annarri arka þær vinkonur af stað með jólaskapið eitt að vopni. Saman lenda þær svo í mörgum skondnum uppákomum og hjálpa til við að koma jólapóstinum á leiðarenda. „Brúðu- og grímugerð Katrínar Þorvaldsdóttur leikur stórt hlutverk í sýningunni,“ segir Eggert. Sigurþór Heimisson sér um hljóðmynd í sýningunni. Stoppleikhópurinn, sem stendur að sýningunni, er atvinnuleikhús sem stofnað var árið 1995 sem fræðsluleikhús fyrir börn og unglinga. Leikhópurinn hefur starfað samfleytt í 18 ár og frumsýnt 25 ný íslensk leikrit. Leikhópurinn starfar sem ferðaleikhús og hefur sýnt verk sín um allt Ísland. „Við fengum styrk frá Reykjavíkurborg til að fjármagna nýju sýninguna.“ Stoppleikhópurinn sem hlaut grímuverðlaunin árið 2009 fyrir leikverkið „Bólu-Hjálmar“, hefur nálgast börn og unglinga á þeirra heimavelli öll þessi 18 ár og sýnt sýningar í skólunum og á skólatíma. Þannig er tryggt að allir sjái verkin í návígi við leikarana og listamennina. „Slíkt augnablik er sérstakt og krefur áhorfandann um samspil við listaverkið sem lifir bara á þessu sérstaka augnabliki,“ bætir Eggert við.
Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Baltasar Samper látinn Menning Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira