Lífið

Dorrit hælir hönnun Ljósbera

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Dorrit Moussaieff og Erna Magnúsdóttir, forstöðukona Ljóssins, á Litla jóla-Ljósinu.
Dorrit Moussaieff og Erna Magnúsdóttir, forstöðukona Ljóssins, á Litla jóla-Ljósinu.
Dorrit Moussaieff, forseta-frú, lagði nýverið leið sína á opinn handverksmarkað Ljóssins.

Hún hældi vörum sem unnar eru af þjónustuþegum Ljóssins sem oftast eru nefndir Ljósberar.

Handverksmarkaðurinn sem kallast „Litla jóla-Ljósið“ verður opinn fram að jólum og rennur allur ágóði af sölunni til starfsemi Ljóssins.

Á morgun verður kökubasar og hægt að setjast niður með kaffi og nýbakaðar smákökur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.