Lífið

Rokkland á tímamótum

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Ólafur Páll Gunnarsson, eða Óli Palli, hefur stýrt þessum vinsæla þætti í áraraðir.
Ólafur Páll Gunnarsson, eða Óli Palli, hefur stýrt þessum vinsæla þætti í áraraðir.
Síðastliðinn sunnudag fór 900. þátturinn af Rokklandi í loftið á Rás 2. Þátturinn hefur verið á dagskrá vikulega frá árinu 1995.

Fyrst um sinn var þátturinn á laugardögum en var svo færður yfir á sunnudag. Ólafur Páll Gunnarsson þáttastjórnandi hefur undanfarna tvo sunnudaga fjallað um sögu þáttarins og rifjað upp skemmtileg viðtöl.

Þessari tímamótaumfjöllun lýkur í næsta þætti, sem verður númer 901 í röðinni. Hann verður á Rás 2 klukkan 16.05 á sunnudag og endurfluttur 22.05 á þriðjudagskvöld. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.