Lífið

Það var fjör í Strákapartýinu

Marín Manda skrifar
Stjörnur kvöldsins, höfundar Stráka: Bjarni Fritzson og Kristín Tómasdóttir.
Stjörnur kvöldsins, höfundar Stráka: Bjarni Fritzson og Kristín Tómasdóttir.
Meðfylgjandi myndir voru teknar í útgáfuteiti í tilefni bókarinnar, Strákar. Í kringum 150 manns mættu til að fagna útgáfunni en teitið var haldið á Bast á Hverfisgötu 20. Boðið var upp á konfekt og léttar veitingar ásamt því að dansarar frá dansskóla Brynju dönsuðu „street dans“ fyrir mannskapinn. „Bjarni Fritzson var reyndar veðurtepptur á Akureyri og kom því aðeins seinna á meðan ég tók á móti öllum fyrir hans hönd,“ segir Kristín Tómasdóttir, annar höfundur bókarinnar.

Heiða Kristín Helgadóttir (Björt framtíð), Fanney Birna Jónsdóttir og Diljá Ámundadóttir.
„Það var svo gaman að fagna þessu því þetta er búið að vera svo náið samstarf á milli okkar þrátt fyrir að búa hvort í sínum landshlutanum.“ Kristín segir þau hafa skrifað bókina Strákar í þeim tilgangi að fræða unglingsstráka um samfélagsstöðu þeirra og veita upplýsingar um skólakerfið, tækni, kynlíf, heilsu, tilfinningaleg tengsl og fleira. „Í bókinni er meðal annars kafli sem heitir Reddaðu þér, en þar er strákum kennt hvernig þær geta eldað mat eða reddað sér vinnu eða peningi. Skrifað á þeirra eigin tungumáli,“ segir Kristín.

Jens Sævarsson fótboltakappi og Þóra Ágústsdóttir.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.