Norrænir vaxjakkar frá Farmers Market Marín Manda skrifar 6. desember 2013 13:15 Bergþóra Guðnadóttir, eigandi Farmers Market Haust- og vetrarlína Farmers Market inniheldur nýja tweed-slá úr íslenskri ull og vaxjakka og slá. "Við höfum unnið mikið með íslensku ullina og hún hefur verið áberandi í vörulínunni hingað til. Mér þykir voða vænt um þetta hráefni og finnst gaman að vinna með það en mig langaði að gera eitthvað fleira en bara prjón,“ segir Bergþóra Guðnadóttir, eigandi og hönnuður Farmers Market. Þegar Bergþóra byrjaði að vinna að vetrarlínunni segist hún hafa dottið í lukkupottinn þegar hún kynntist ítalsk-litháískum vefara sem hún hóf samstarf við. Útkoman var köflótt ofin ullarslá úr tweed-efni sem nefnist Myrká. Nýja tweed-efnið hefur alla þessa eiginleika sem íslenska ullin hefur, er hlýtt og hrindir frá sér vatni. „Allar flíkurnar okkar eru nefndar eftir íslenskum bæjum en við veljum gjarnan staði sem passa við flíkina hverju sinni. Það má segja að þessi slá sem við höfum lagt mikla vinnu í, sé svolítið dulúðleg og dramatísk.“Skútustaðir. Vaxjakki og slá.Önnur nýjung í fatalínu Farmers Market eru vaxbornir jakkar sem fást bæði sem unisex-jakkar eða dömuleg slá. Jakkarnir sem nefnast Skútustaðir eru fóðraðir, hrinda frá sér vatni og eru ætlaðir sem skel yfir til dæmis hlýja peysu. „Þetta var skemmtilegt verkefni sem var lengi í undirbúningi en það er breska fyrirtækið British Millerain sem hefur búið til þetta vaxborna efni fyrir hermenn, sjómenn og fleiri, alveg síðan árið 1880. Mig langaði því að gera okkar norrænu útgáfu af slíkum vaxjökkum og við erum einstaklega hress með útkomuna.“ Mest lesið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira
Haust- og vetrarlína Farmers Market inniheldur nýja tweed-slá úr íslenskri ull og vaxjakka og slá. "Við höfum unnið mikið með íslensku ullina og hún hefur verið áberandi í vörulínunni hingað til. Mér þykir voða vænt um þetta hráefni og finnst gaman að vinna með það en mig langaði að gera eitthvað fleira en bara prjón,“ segir Bergþóra Guðnadóttir, eigandi og hönnuður Farmers Market. Þegar Bergþóra byrjaði að vinna að vetrarlínunni segist hún hafa dottið í lukkupottinn þegar hún kynntist ítalsk-litháískum vefara sem hún hóf samstarf við. Útkoman var köflótt ofin ullarslá úr tweed-efni sem nefnist Myrká. Nýja tweed-efnið hefur alla þessa eiginleika sem íslenska ullin hefur, er hlýtt og hrindir frá sér vatni. „Allar flíkurnar okkar eru nefndar eftir íslenskum bæjum en við veljum gjarnan staði sem passa við flíkina hverju sinni. Það má segja að þessi slá sem við höfum lagt mikla vinnu í, sé svolítið dulúðleg og dramatísk.“Skútustaðir. Vaxjakki og slá.Önnur nýjung í fatalínu Farmers Market eru vaxbornir jakkar sem fást bæði sem unisex-jakkar eða dömuleg slá. Jakkarnir sem nefnast Skútustaðir eru fóðraðir, hrinda frá sér vatni og eru ætlaðir sem skel yfir til dæmis hlýja peysu. „Þetta var skemmtilegt verkefni sem var lengi í undirbúningi en það er breska fyrirtækið British Millerain sem hefur búið til þetta vaxborna efni fyrir hermenn, sjómenn og fleiri, alveg síðan árið 1880. Mig langaði því að gera okkar norrænu útgáfu af slíkum vaxjökkum og við erum einstaklega hress með útkomuna.“
Mest lesið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira