Halldóra Ragna Einarsdóttir er launafulltrúi hjá Kjarnafæði og þriggja barna móðir. Hún er dugleg að elda mat á sínu heimili og er hér með uppskrift að frábærum helgarmat. Grísarif með BBQ sósu og heimatilbúið hrásalat er ómissandi með.
Fyrir 6 fullorðna
4 kg ný grísarif (ósoðin)
maldonsalt
svartur pipar
paprikukrydd eða
annað gott blandað krydd, t.d. Allround frá Santa Maria
1 flaska góð BBQ- sósa, hún skiptir mestu máli í þessari uppskrift.
Rifin eru krydduð vel á báðum hliðum og sett á ofnplötur, gott að hafa bara bökunarpappír undir. Stillið ofninn á 150° í 1 klst., þá er þeim snúið við og elduð áfram í 1 klst. Þá eru rifin tekin aftur úr ofninum og pensluð með góðum skammti af BBQ-sósunni og sett aftur inn í ofn í 40-60 mín. í viðbót. Sósan á að karmelast á rifjunum og loða vel við.
Með þessu er svo nauðsynlegt að hafa hrásalat.
1/2 haus hvítkál rifið smátt
3-4 gulrætur
1 lítil dós ananas og safinn með
1/2 tsk. agavesíróp
1 dós sýrður rjómi
