Lífið

Sharon lét lappa upp á leggöngin

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Sharon er ekki feimin.
Sharon er ekki feimin.
Sharon Osbourne, 61 árs, er ófeimin við að tjá sig opinskátt um allar lýtaaðgerðirnar sem hún hefur farið í. Hún segir sársaukafyllstu aðgerðina hafa verið þegar hún lét laga kynfæri sín.

„Það versta var þegar leggöngin mín voru þrengd. Það var sársaukafullt,“ segir Sharon í viðtali við Graham Norton. Þá tjáði hún sig líka um hjónaband sitt með rokkaranum Ozzy Osbourne en þau hættu saman og tóku aftur saman stuttu seinna.

„Mikið hefur gerst í lífinu þegar maður er búinn að þekkja manneskju í fjörutíu ár og búinn að vera með þeirri manneskju í 33 ár. Hann datt í það og neytti blöndu af fíkniefnum og áfengi.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.