Lífið

Vínylplöturnar vinsælar í ár

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Haraldur Leví Gunnarsson, eigandi Record Records, gefur út talsvert af vínylplötum.
Haraldur Leví Gunnarsson, eigandi Record Records, gefur út talsvert af vínylplötum. mynd/ernir
„Vínylplötusalan hefur vissulega aukist á síðustu árum, enda er alltaf að verða meira framboð af honum,“ segir Haraldur Leví Gunnarsson, eigandi hljómplötuútgáfunnar Record Records.

Á þessu ári hafa sjö af tólf útgáfum fyrirtækisins verið gefnar út á vínyl. „Við höfum gefið út mikið af vínyl undanfarin ár. Hann er mun eigulegri en geisladiskurinn og sjaldgæfari í seinni tíð.“

Yfirleitt eru ekki framleidd nema um fimm hundruð eintök af vínylplötum en eitt til fimm þúsund eintök af geisladiskum.

Hljómsveitin Moses Hightower gaf út plötuna Mixtúrur úr Mósebók eingöngu á vínyl en þó fylgdi geisladiskur með vínylnum. „Ég kaupi frekar vínyl en geisladiska. Nokkrar vínylútgáfur eru líka uppseldar hjá okkur,“ bætir Haraldur Leví við. Þó er talsvert dýrara að framleiða vínylplötur heldur en geisladiska.

Nýjasta plata Retro Stefson, plata Tilbury, Exorcise og platan Önnur Mósebók með Moses Hightower eru allar uppseldir á vínyl.

Hið árlega Jólaplögg Record Records fer fram 21. desember á Gamla Gauknum og Harlem.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.