Mín bestu ár eru fram undan Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. desember 2013 06:30 Hannes Þór Halldórsson fagnar hér Íslandsmeistaratitli KR í sumar með Gary Martin. fréttablaðið/vilhelm „Ég er virkilega ánægður með að þetta sé loksins í höfn,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður KR og íslenska landsliðsins, eftir að hann skrifaði undir tveggja ára samning við norska úrvalsdeildarfélagið Sandnes Ulf. Hann hefur því leikið sinn síðasta leik á Íslandi í bili að minnsta kosti og tekst á við nýjar áskoranir í sterkari deild. Sandnes Ulf var að klára sitt annað tímabil í norsku úrvalsdeildinni en áður en liðið komst upp í efstu deild árið 2011 hafði Sandnes verið eina borgin af þeim tíu fjölmennustu í Noregi sem ekki hafði átt lið í deild þeirra bestu frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. „Mér líst mjög vel á allt sem félagið hefur upp á að bjóða. Liðið er ungt og efnilegt, aðstaðan góð og öflugt 100 þúsund manna bæjarfélag að baki félaginu. Liðið hefur verið að festa sig í sessi í úrvalsdeildinni og ég tel spennandi tíma fram undan,“ segir Hannes. Hann segir það hafa verið lykilatriði fyrir sig að hafa verið aðalmarkvörður íslenska landsliðsins í nýliðinni undankeppni HM 2014 sem gekk svo vel. Hannes æfði einmitt með Sandnes Ulf eftir að tímabilinu lauk hér á landi til að halda sér í formi fyrir umspilsleikina gegn Króatíu. „Sú vika vó þungt enda stóð ég mig vel á æfingum og náði að sýna úr hverju ég er gerður. Í gegnum tíðina hefur verið mikið af símtölum og þreifingum hjá hinum ýmsu félögum en sá áhugi hefur ávallt fjarað út. Áhuginn hjá Sandnes Ulf risti dýpra og þeir voru tilbúnir að ganga langt til að fá mig.“ Hannes verður þrítugur á næsta ári og á því mörg ár eftir í boltanum ef allt gengur að óskum. „En það er alveg ljóst að þetta mátti ekki koma mikið síðar. Ég held að ég sé nú á leiðinni í mín bestu ár sem markvörður og þessi félagaskipti veita mér þá hvatningu sem ég þurfti. Ég átti þrjú frábær ár hjá KR þar sem ég bætti mig mikið en ef ég hefði ekki farið nú hefði verið hætt við stöðnun hjá mér. KR-ingar sýndu því mikinn skilning og studdu ákvörðun mína.“ Hannes hefur getið sér gott orð sem leikstjóri en nú fara þau mál öll í biðstöðu. „Nú ætla ég að einbeita mér að fótbolta og lifa rólegra lífi. Það hefur verið mikil keyrsla á mér síðastliðin ár og kærkomið að geta einbeitt sér að fótboltanum og fá aðeins að draga andann. Ég ætla að taka mér Gulla [Gunnleif Gunnleifsson] til fyrirmyndar og verða betri með hverju árinu sem líður.“ Fetar í fótspor Birkis og BjarnaBirkir Kristinsson eftir landsleik.Hannes Þór Halldórsson er þriðji aðalmarkvörður A-landsliðsins sem fer í atvinnumennsku til Noregs eftir að hafa spilað allan sinn feril þangað til á Íslandi. Bjarni Sigurðsson fór til Brann árið 1985, þá 25 ára, og Birkir Kristinsson samdi einnig við Brann árið 1996 þegar hann var 32 ára. Bjarni var eins og Hannes markvörður Íslandsmeistaraliðs þegar hann gerðist atvinnumaður í fyrsta sinn eftir tímabilið 1984. Bjarni hafði þá hjálpað ÍA að vinna tvöfalt og var kosinn leikmaður ársins eftir sumarið. Bjarni lék hjá Brann til ársins 1988. Birkir var búinn að spila 200 leiki í efstu deild á Íslandi þegar hann fór út í atvinnumennsku eftir 1995-tímabilið. Hannes hefur leikið 147 leiki með Fram og KR í úrvalsdeild karla. Birkir var í tvö ár hjá Brann en seinna árið var hann varamarkvörður. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira
„Ég er virkilega ánægður með að þetta sé loksins í höfn,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður KR og íslenska landsliðsins, eftir að hann skrifaði undir tveggja ára samning við norska úrvalsdeildarfélagið Sandnes Ulf. Hann hefur því leikið sinn síðasta leik á Íslandi í bili að minnsta kosti og tekst á við nýjar áskoranir í sterkari deild. Sandnes Ulf var að klára sitt annað tímabil í norsku úrvalsdeildinni en áður en liðið komst upp í efstu deild árið 2011 hafði Sandnes verið eina borgin af þeim tíu fjölmennustu í Noregi sem ekki hafði átt lið í deild þeirra bestu frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. „Mér líst mjög vel á allt sem félagið hefur upp á að bjóða. Liðið er ungt og efnilegt, aðstaðan góð og öflugt 100 þúsund manna bæjarfélag að baki félaginu. Liðið hefur verið að festa sig í sessi í úrvalsdeildinni og ég tel spennandi tíma fram undan,“ segir Hannes. Hann segir það hafa verið lykilatriði fyrir sig að hafa verið aðalmarkvörður íslenska landsliðsins í nýliðinni undankeppni HM 2014 sem gekk svo vel. Hannes æfði einmitt með Sandnes Ulf eftir að tímabilinu lauk hér á landi til að halda sér í formi fyrir umspilsleikina gegn Króatíu. „Sú vika vó þungt enda stóð ég mig vel á æfingum og náði að sýna úr hverju ég er gerður. Í gegnum tíðina hefur verið mikið af símtölum og þreifingum hjá hinum ýmsu félögum en sá áhugi hefur ávallt fjarað út. Áhuginn hjá Sandnes Ulf risti dýpra og þeir voru tilbúnir að ganga langt til að fá mig.“ Hannes verður þrítugur á næsta ári og á því mörg ár eftir í boltanum ef allt gengur að óskum. „En það er alveg ljóst að þetta mátti ekki koma mikið síðar. Ég held að ég sé nú á leiðinni í mín bestu ár sem markvörður og þessi félagaskipti veita mér þá hvatningu sem ég þurfti. Ég átti þrjú frábær ár hjá KR þar sem ég bætti mig mikið en ef ég hefði ekki farið nú hefði verið hætt við stöðnun hjá mér. KR-ingar sýndu því mikinn skilning og studdu ákvörðun mína.“ Hannes hefur getið sér gott orð sem leikstjóri en nú fara þau mál öll í biðstöðu. „Nú ætla ég að einbeita mér að fótbolta og lifa rólegra lífi. Það hefur verið mikil keyrsla á mér síðastliðin ár og kærkomið að geta einbeitt sér að fótboltanum og fá aðeins að draga andann. Ég ætla að taka mér Gulla [Gunnleif Gunnleifsson] til fyrirmyndar og verða betri með hverju árinu sem líður.“ Fetar í fótspor Birkis og BjarnaBirkir Kristinsson eftir landsleik.Hannes Þór Halldórsson er þriðji aðalmarkvörður A-landsliðsins sem fer í atvinnumennsku til Noregs eftir að hafa spilað allan sinn feril þangað til á Íslandi. Bjarni Sigurðsson fór til Brann árið 1985, þá 25 ára, og Birkir Kristinsson samdi einnig við Brann árið 1996 þegar hann var 32 ára. Bjarni var eins og Hannes markvörður Íslandsmeistaraliðs þegar hann gerðist atvinnumaður í fyrsta sinn eftir tímabilið 1984. Bjarni hafði þá hjálpað ÍA að vinna tvöfalt og var kosinn leikmaður ársins eftir sumarið. Bjarni lék hjá Brann til ársins 1988. Birkir var búinn að spila 200 leiki í efstu deild á Íslandi þegar hann fór út í atvinnumennsku eftir 1995-tímabilið. Hannes hefur leikið 147 leiki með Fram og KR í úrvalsdeild karla. Birkir var í tvö ár hjá Brann en seinna árið var hann varamarkvörður.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki