Lífið

Tolli gefur þingmönnum Kærleikshandbókina

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Tolli segir kærleikann ekki aðeins trúarlegt hugtak.
Tolli segir kærleikann ekki aðeins trúarlegt hugtak. Fréttablaðið/GVA
Þorlákur Morthens, eða listamaðurinn Tolli eins og hann er oft kallaður, ætlar að afhenda formönnum þingflokka Kærleikshandbókina í dag. Tolli segir að textinn fjalli um kærleikann á fræðilegan hátt en ekki á þennan venjubundna trúarlega hátt. „Það er auðveldara að tengja sig kærleikanum ef maður hefur vitneskju um að hann sé til sem eiginleiki en ekki einungis trúarlegt hugtak.“

Hann álítur það einfalda og áhrifaríka leið til að koma skilaboðunum áleiðis að gefa þingmönnum bókina. „Þeir eru á þessum vettvangi þar sem verið er að taka ákvarðanir um það sem ber að gera.“ Hann telur einnig að lestur bókarinnar sé þingmönnum hollur undirbúningur fyrir framtíðina. „Pólitík framtíðarinnar mun meira og meira beinast inn á við og menn leita lausna í því hvernig við erum frekar en hvernig umhverfi okkar er.“ Það þykir honum vera heillaþróun. „Tilvist án kærleika er ekki góður staður til að vera á.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.