Lagði lífið að veði til að halda jól hátíðleg 3. desember 2013 08:00 Mazen Maarouf heldur fyrstu jólin á Íslandi í faðmi vina. Hann vonast til þess að fá ríkisborgararétt hér á landi. Fréttablaðið/VIlhelm „Jólin fyrir mér eru persónuleg. Þó að ég tilheyri múslimafjölskyldu, fögnuðum við alltaf jólunum í Beirút,“ segir Mazen Maarouf, palestínskt ljóðskáld og þýðandi sem var bjargað hingað til lands árið 2011 af samtökunum ICORN í samstarfi við Reykjavíkurborg. Honum höfðu borist líflátshótanir vegna blaðaskrifa sinna um stjórnmál, þar sem hann talar fyrir friði og jafnrétti kynjanna, í Miðausturlöndum. Sjálfur er Mazen palestínskur að uppruna en hefur alla tíð haft stöðu flóttamanns í Líbanon. Hann fæddist árið 1978 í Beirút. „Við áttum jólatré úr plasti, sem við fengum að gjöf frá vinkonu móður minnar. Það var ekki í sérstaklega góðu ásigkomulagi, en það skipti ekki öllu máli. Á hverju ári hlökkuðum við til að setja upp tréð, um miðjan desember. Faðir minn skreytti tréð með sama skrautinu, það var gamalt skraut sem mátti muna fífil sinn fegurri, en það skipti engu máli,“ segir Mazen. Á þessum tíma ríkti stríðsástand í Líbanon. „Stríðið var á ákveðinn hátt á milli múslima og kristinna eða hægri- og vinstrisinnaðra, líbanskra, palestínskra og sýrlenskra borgara. Þannig tókum við mikla áhættu, að fagna kristinni hátíð eins og jólum, í Líbanon á tímum stríðs. Jólin voru ein ástæða þess að ég gerði mér grein fyrir að mannréttindi eru mikilvægari en blind trú á hugmyndafræði einna trúarbragða,“ segir Mazen. Mazen er gríðarlega spenntur að fagna jólunum á Íslandi í fyrsta sinn, og kannski það eina, en hann hefur sótt um ríkisborgararétt á Íslandi sem hann fær skorið úr um á næstu vikum. „Ég er fullur tilhlökkunar. Ég á djúpa tengingu við landið og marga vini. Mér þykir svo vænt um fólkið mitt hér. Þó að ég sé ekki með fjölskyldunni minni er vel séð um mig. Ég á meira að segja íslenska mömmu!“ segir Mazen, léttur í bragði. Mazen er um þessar mundir að vinna að fyrstu skáldsögu sinni. „Mér hefur gengið rosalega vel að skrifa og þýða á Íslandi. Dvölin hefur verið eins og endalaus jól fyrir mig, þar sem er ekkert stríð og engin átök og mér líður óhultum,“ segir Mazen. Mest lesið Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Frægir fundu ástina 2025 Lífið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Lífið Fleiri fréttir „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Sjá meira
„Jólin fyrir mér eru persónuleg. Þó að ég tilheyri múslimafjölskyldu, fögnuðum við alltaf jólunum í Beirút,“ segir Mazen Maarouf, palestínskt ljóðskáld og þýðandi sem var bjargað hingað til lands árið 2011 af samtökunum ICORN í samstarfi við Reykjavíkurborg. Honum höfðu borist líflátshótanir vegna blaðaskrifa sinna um stjórnmál, þar sem hann talar fyrir friði og jafnrétti kynjanna, í Miðausturlöndum. Sjálfur er Mazen palestínskur að uppruna en hefur alla tíð haft stöðu flóttamanns í Líbanon. Hann fæddist árið 1978 í Beirút. „Við áttum jólatré úr plasti, sem við fengum að gjöf frá vinkonu móður minnar. Það var ekki í sérstaklega góðu ásigkomulagi, en það skipti ekki öllu máli. Á hverju ári hlökkuðum við til að setja upp tréð, um miðjan desember. Faðir minn skreytti tréð með sama skrautinu, það var gamalt skraut sem mátti muna fífil sinn fegurri, en það skipti engu máli,“ segir Mazen. Á þessum tíma ríkti stríðsástand í Líbanon. „Stríðið var á ákveðinn hátt á milli múslima og kristinna eða hægri- og vinstrisinnaðra, líbanskra, palestínskra og sýrlenskra borgara. Þannig tókum við mikla áhættu, að fagna kristinni hátíð eins og jólum, í Líbanon á tímum stríðs. Jólin voru ein ástæða þess að ég gerði mér grein fyrir að mannréttindi eru mikilvægari en blind trú á hugmyndafræði einna trúarbragða,“ segir Mazen. Mazen er gríðarlega spenntur að fagna jólunum á Íslandi í fyrsta sinn, og kannski það eina, en hann hefur sótt um ríkisborgararétt á Íslandi sem hann fær skorið úr um á næstu vikum. „Ég er fullur tilhlökkunar. Ég á djúpa tengingu við landið og marga vini. Mér þykir svo vænt um fólkið mitt hér. Þó að ég sé ekki með fjölskyldunni minni er vel séð um mig. Ég á meira að segja íslenska mömmu!“ segir Mazen, léttur í bragði. Mazen er um þessar mundir að vinna að fyrstu skáldsögu sinni. „Mér hefur gengið rosalega vel að skrifa og þýða á Íslandi. Dvölin hefur verið eins og endalaus jól fyrir mig, þar sem er ekkert stríð og engin átök og mér líður óhultum,“ segir Mazen.
Mest lesið Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Frægir fundu ástina 2025 Lífið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Lífið Fleiri fréttir „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Sjá meira