Lífið

Agli þykir gengið fram hjá Þórunni

Ugla Egilsdóttir skrifar
Agli finnst skrítið að Þórunn hafi ekki verið tilnefnd.
Agli finnst skrítið að Þórunn hafi ekki verið tilnefnd. Fréttablaðið/GVA
„Ég átti von á að ljóðabókin eftir Þorstein frá Hamri yrði tilnefnd. Hann er kannski jafnvel á þeim stað að vera hafinn yfir bókmenntaverðlaun. Svo er ég eiginlega bara móðgaður yfir því að gengið var fram hjá bók Þórunnar Erlu og Valdimarsdóttur, Stúlka með maga. Þórunn er bæði ritfær og er að segja svo skemmtilega og áhugaverða sögu,“ segir Egill Helgason um tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna sem tilkynntar voru á sunnudag.

Að þessu sinni gefa fáar konur út bækur. Oft hefur verið kynjapólitík í tilnefningavali að mati Egils. „Þess vegna er það enn þá skrítnara að bók Þórunnar hafi ekki verið tilnefnd.“ Nú telur hann að hugsanlega liggi að baki þessu einhver hugsun um að eitt forlag einoki ekki tilnefningar. „Ef bók Þórunnar Erlu og Valdimarsdóttur hefði verið inni og einhver önnur úti gæti hafa komið upp sú staða að allar tilnefndu bækurnar hefðu verið gefnar út af einu forlagi.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.