Atvinnulausir fengu enga jólauppbót Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 3. desember 2013 06:45 Eygló Harðardóttir velferðarráðherra kveðst hafa lagt fram minnisblað um aukafjárveitingu í ríkisstjórn. Fréttablaðið/Pjetur Atvinnuleitendur fengu ekki greidda desemberuppbót um mánaðamótin eins og undanfarin þrjú ár. Óheyrilega óréttlátt segir atvinnulaus kona. Velferðarráðherra segist berjast fyrir aukafjárveitingu. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, vildi ekki svara fyrir af hverju desemberuppbót væri ekki greidd enda væri það í höndum velferðarráðuneytisins. Árin 2010-2012 fengu atvinnuleitendur greidda desemberuppbót eftir samþykkt ríkisstjórnar á tillögu velferðarráðherra. Greiðsla þeirra sem áttu rétt á óskertri uppbót var 50.512 í fyrra. Fyrir árið 2010 hafði slík uppbót síðast verið greidd árið 2005. Greiðslur hafa verið í hlutfalli við lengd þess tíma sem viðkomandi hefur verið skráður atvinnulaus á árinu. Árið 2012 námu útgjöld Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna greiðslu desemberuppbótar 325 milljónum króna. Atvinnuleysi mældist 3,9 prósent í október og munu því ríflega sex þúsund manns verða af desemberuppbót þetta árið ef engin tilmæli berast frá velferðarráðuneytinu. Fyrri ríkisstjórn vanáætlaði segir ráðherra „Afstaða mín í málinu er og hefur verið skýr,“ segir Eygló Harðardóttir velferðarráðherra. „Ég hef fullan hug á að berjast fyrir því að samþykkt verði aukafjárveiting í þetta mál og hef þegar lagt fram minnisblað þess efnis í ríkisstjórn,“ segir Eygló sem kveður fjármagn í þennan lið hafa verið áætlaðan af síðustu ríkisstjórn. „Nú hefur komið í ljós að þessi liður var vanáætlaður þar sem fyrri ríkisstjórn gerði ráð fyrir minna atvinnuleysi en raun ber vitni. Ég hef fullan hug á að berjast fyrir því að samþykkt verði aukafjárveiting í þetta mál og hef þegar lagt fram minnisblað þess efnis í ríkisstjórn,“ segir ráðherra.Hvernig í ósköpunum á ég að halda jól? „Þetta er óheyrilega óréttlátt,“ segir rúmlega sextug atvinnulaus kona. „Ég var búin að reikna fastlega með þessu. Eftir að ég hef greitt alla mína föstu reikninga hver mánaðamót á ég 20 þúsund krónur eftir. Hvernig í ósköpunum á ég að halda jól?“ Konan lenti í fjöldauppsögn fyrir einu og hálfu ári og hafði ekki rétt á desemberuppbót í fyrra. En hún hafði treyst á uppbótina þetta árið. „Það er engin leið fyrir mig að verða við auknum útgjöldum en desemberuppbót hefði hjálpað til fyrir jólin.“ Konan fékk enga tilkynningu um að ekki yrði greidd desemberuppbót. Hún komst að því núna um mánaðamótin þegar engin uppbót var á launaseðlinum. „Mér var sagt á greiðslustofu Vinnumálastofnunar að ekkert svar eða tilmæli væri komið frá ráðuneytinu. Því yrði engin uppbót í ár. Mér líður satt að segja eins og þriðja flokks þjóðfélagsþegn þessa dagana.“ Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Atvinnuleitendur fengu ekki greidda desemberuppbót um mánaðamótin eins og undanfarin þrjú ár. Óheyrilega óréttlátt segir atvinnulaus kona. Velferðarráðherra segist berjast fyrir aukafjárveitingu. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, vildi ekki svara fyrir af hverju desemberuppbót væri ekki greidd enda væri það í höndum velferðarráðuneytisins. Árin 2010-2012 fengu atvinnuleitendur greidda desemberuppbót eftir samþykkt ríkisstjórnar á tillögu velferðarráðherra. Greiðsla þeirra sem áttu rétt á óskertri uppbót var 50.512 í fyrra. Fyrir árið 2010 hafði slík uppbót síðast verið greidd árið 2005. Greiðslur hafa verið í hlutfalli við lengd þess tíma sem viðkomandi hefur verið skráður atvinnulaus á árinu. Árið 2012 námu útgjöld Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna greiðslu desemberuppbótar 325 milljónum króna. Atvinnuleysi mældist 3,9 prósent í október og munu því ríflega sex þúsund manns verða af desemberuppbót þetta árið ef engin tilmæli berast frá velferðarráðuneytinu. Fyrri ríkisstjórn vanáætlaði segir ráðherra „Afstaða mín í málinu er og hefur verið skýr,“ segir Eygló Harðardóttir velferðarráðherra. „Ég hef fullan hug á að berjast fyrir því að samþykkt verði aukafjárveiting í þetta mál og hef þegar lagt fram minnisblað þess efnis í ríkisstjórn,“ segir Eygló sem kveður fjármagn í þennan lið hafa verið áætlaðan af síðustu ríkisstjórn. „Nú hefur komið í ljós að þessi liður var vanáætlaður þar sem fyrri ríkisstjórn gerði ráð fyrir minna atvinnuleysi en raun ber vitni. Ég hef fullan hug á að berjast fyrir því að samþykkt verði aukafjárveiting í þetta mál og hef þegar lagt fram minnisblað þess efnis í ríkisstjórn,“ segir ráðherra.Hvernig í ósköpunum á ég að halda jól? „Þetta er óheyrilega óréttlátt,“ segir rúmlega sextug atvinnulaus kona. „Ég var búin að reikna fastlega með þessu. Eftir að ég hef greitt alla mína föstu reikninga hver mánaðamót á ég 20 þúsund krónur eftir. Hvernig í ósköpunum á ég að halda jól?“ Konan lenti í fjöldauppsögn fyrir einu og hálfu ári og hafði ekki rétt á desemberuppbót í fyrra. En hún hafði treyst á uppbótina þetta árið. „Það er engin leið fyrir mig að verða við auknum útgjöldum en desemberuppbót hefði hjálpað til fyrir jólin.“ Konan fékk enga tilkynningu um að ekki yrði greidd desemberuppbót. Hún komst að því núna um mánaðamótin þegar engin uppbót var á launaseðlinum. „Mér var sagt á greiðslustofu Vinnumálastofnunar að ekkert svar eða tilmæli væri komið frá ráðuneytinu. Því yrði engin uppbót í ár. Mér líður satt að segja eins og þriðja flokks þjóðfélagsþegn þessa dagana.“
Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira