Innlent

Dalvíkingar sporna við verðbólgunni

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Á Dalvík hækka þjónustugjöld ekki um áramótin eins og áformað var. Svanfríður Jónasdóttir er bæjarstjóri Dalvíkur.
Á Dalvík hækka þjónustugjöld ekki um áramótin eins og áformað var. Svanfríður Jónasdóttir er bæjarstjóri Dalvíkur. Fréttablaðið/Valli
Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar ákvað í síðustu viku að endurskoða áformaðar breytingar á þjónustugjaldskrám sem taka áttu gildi um næstu áramót.



„Með þessari ákvörðun vill sveitarstjórn leggja af mörkum til að sporna við verðbólgu og auka kaupmátt komandi kjarasamninga. Sveitarstjórn telur að allir verði að bera sameiginlega ábyrgð og vinna saman að því markmiði,“ segir í samþykkt sveitarstjórnarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×