Innlent

Dýrin í skóginum orðin vinir

Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar
Sveitarstjórnarmenn hafa ákveðið að leggja persónulegar deilur til hliðar og vinna að hagsmunamálum íbúanna. fréttablaðið/GVA
Sveitarstjórnarmenn hafa ákveðið að leggja persónulegar deilur til hliðar og vinna að hagsmunamálum íbúanna. fréttablaðið/GVA
 „Þetta er ekki lengur eins og í Kardimommubænum nú er þetta eins og hjá dýrunum í Hálsaskógi,“ segir Þorgils Torfi Jónsson sem situr í meirihluta sveitarstjórnar Rangárþings ytra.

Miklar væringar hafa verið í sveitarstjórninni síðustu daga og vikur og raunar mun lengur. Þar hefur meðal annars verið tekist á um uppsögn starfsmanns og tölvukaup fyrir grunnskólann.

„Það verður að viðurkennast að við höfum oft deilt og það er búið að vera alvega skelfilega leiðinlegt andrúmsloft hjá okkur undanfarna mánuði, misseri og ár,“ segir Þorgils Torfi.

Hann segir að nú hafi menn tekið ákvörðun um að láta persónulegar deilur víkja fyrir hagsmunum íbúa sveitarfélagsins. „Við töluðum saman, það var gott samtal menn voru einlægir á þeim fundi,“ segir Þorgils Torfi.

Guðmundur Ingi Gunnlaugsson oddviti segir að samstarfið innan meirihlutans sé gott núna. Verið sé að ljúka við fjárhagsáætlun næsta árs. „Samstarfið er gott þó við séum ekki sammála um allt. En við ræðum málin og komumst á endanum að niðurstöðu,“ segir hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×