Lífið

Gáfu 10 þúsund fyrir hvert ár

Mögnuð stemning Stefán Hilmarsson var sáttur við stemninguna í Hörpu um helgina. Mynd/Guðmundur Lúðvíksson.
Mögnuð stemning Stefán Hilmarsson var sáttur við stemninguna í Hörpu um helgina. Mynd/Guðmundur Lúðvíksson.
„BUGL er ein af þessum stofnunum sem vinna þarft og mikilvægt starf. Við vildum sýna stuðning okkar með þessu,“ segir Stefán Hilmarsson, forsprakki Sálarinnar hans Jóns míns.

Hljómsveitarmeðlimir ákváðu að styðja við bakið á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans með því að selja árituð og númeruð veggspjöld á 25 ára afmælistónleikum hljómsveitarinnar í Hörpu á laugardaginn var. Veggspjöldin seldust upp og söfnuðust 250 þúsund krónur, eða tíu þúsund krónur fyrir hvert ár sem Sálin hefur starfað.

„Þetta seldist upp á svipstundu. Ég fékk þessa hugmynd á laugardeginum og lét prenta þetta í hvelli og svo sátum við sveittir við skriftir alveg þar til korter í gigg,“ segir Stefán. Að sögn hans gengu tónleikarnir ákaflega vel.

„Þarna var troðfullt, hátt í fjögur þúsund mættu og stemningin var mögnuð," segir Stefán










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.