Innlent

Um 53 þúsund ferðamenn í október

Brjánn Jónasson skrifar
Ferðamönnum hefur að meðaltali fjölgað um 10,9 prósent á ári frá því talningar hófust árið 2002.
Ferðamönnum hefur að meðaltali fjölgað um 10,9 prósent á ári frá því talningar hófust árið 2002. Fréttablaðið/Valli
Um 53 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá Íslandi í gegnum Leifsstöð í október samkvæmt talningum Ferðamálastofu. Þetta er um 17,6 prósenta aukning frá október í fyrra þegar ferðamennirnir voru nærri 45 þúsund.

Nærri fjórðungur ferðamannanna voru frá Bretlandi, og 13,5 prósent voru frá Bandaríkjunum. Þar á eftir komu Norðmenn, Danir, Þjóðverjar og Svíar.

Samtals hafa tæplega 693 þúsund erlendir ferðamenn farið frá landinu í gegnum Leifsstöð frá áramótum, um 111 þúsund fleiri en á sama tímabili í fyrra. Aukningin er 19,1 prósent milli ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×