Ráðherra vill skoða hærri persónuafslátt Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 8. nóvember 2013 00:00 Forysta og samninganefnd Alþýðusambandsins hittu ráðherra ríkisstjórnarinnar á fundi í gær. Fundurinn markaði ákveðin tímamót þar sem aðilar vinnumarkaðarins hafa kallað stíft eftir því síðustu daga að ríkisstjórnin gerði grein fyrir því með hvaða hætti stjórnvöld ætluðu að koma að gerð kjarasamninga. Frettablaðið/Vilhelm „Við höfum ekki haft tilfinningu fyrir því hvort ríkisstjórnin vildi koma að gerð kjarasamninga. Ég tel hins vegar eftir þennan fund að vilji stjórnvalda standi til þess,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands. Forysta og samninganefnd Alþýðusambandsins hitti forsætis-, fjármála- og félagsmálaráðherra á fundi í stjórnarráðinu í gær.Forystumenn í verkalýðshreyfingunni hafa undanfarna daga kallað mjög eftir því að ríkisstjórnin gerði grein fyrir því hver efnahagsstefnan ætti að vera til lengri tíma litið. Ekki fengust svör við því á fundinum en verkalýðshreyfingin kynnti áherslur sínar. Hún reifaði hugmyndir sínar hvað varðar jöfnun lífeyrisréttinda, húsnæðismál, gengis- og vaxtamál og varðandi skattabreytingar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að ríkisstjórnin sé ekki beinn aðili að kjaraviðræðum. „Það eru atvinnurekendur og launþegahreyfingin sem eru að semja sín í milli. Menn komast ekki hjá samningum þótt aðstæður séu erfiðar,“ segir Sigmundur Davíð. Hann segir að ekki sé hægt að velta ábyrgðinni af samningsgerðinni yfir á stjórnvöld. Aðkoma stjórnvalda sé að skapa stöðugleika þannig að menn viti við hvaða aðstæður þeir eru að semja en stjórnvöld hafi takmarkað svigrúm til að koma með bein fjárframlög inn í samningagerðina. Hvað varðar skattabreytingar segir Bjarni að það hafi verið búið til sérstakt skattþrep fyrir þá sem eru með lægri laun en 240 þúsund á mánuði og skattar þeirra hafi verið lækkaðir. Persónuafslátturinn sé verðtryggður en þeir sem sitji eftir sé millitekjufólkið, þeir sem eru með laun yfir 240 þúsundum. Aðgerðir stjórnvalda að þessu sinni beinist að þeim. Sigmundur Davíð forsætisráðherra segir að stjórnvöld hafi velt fyrir sér hækkun persónuafsláttar. „Ég er ekki frá því að það sé þess virði að skoða það betur,“ segir forsætisráðherra og bætir við að menn séu að skoða ýmsar leiðir í þessu sambandi. „Mér fannst menn vera að kalla eftir loforði um að við tækjum samtal um mikilvæg mál eins og þróun húnsnæðismarkaðarins, um skattapólitík til næstu ára og hvers sé að vænta eftir afnám hafta í peningamálum,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Hann segist skynja að ástandið sé gríðarlega viðkvæmt en þrátt fyrir það hafi menn í höndunum tækifæri til ná kaupmáttarsamningum. Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Sjá meira
„Við höfum ekki haft tilfinningu fyrir því hvort ríkisstjórnin vildi koma að gerð kjarasamninga. Ég tel hins vegar eftir þennan fund að vilji stjórnvalda standi til þess,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands. Forysta og samninganefnd Alþýðusambandsins hitti forsætis-, fjármála- og félagsmálaráðherra á fundi í stjórnarráðinu í gær.Forystumenn í verkalýðshreyfingunni hafa undanfarna daga kallað mjög eftir því að ríkisstjórnin gerði grein fyrir því hver efnahagsstefnan ætti að vera til lengri tíma litið. Ekki fengust svör við því á fundinum en verkalýðshreyfingin kynnti áherslur sínar. Hún reifaði hugmyndir sínar hvað varðar jöfnun lífeyrisréttinda, húsnæðismál, gengis- og vaxtamál og varðandi skattabreytingar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að ríkisstjórnin sé ekki beinn aðili að kjaraviðræðum. „Það eru atvinnurekendur og launþegahreyfingin sem eru að semja sín í milli. Menn komast ekki hjá samningum þótt aðstæður séu erfiðar,“ segir Sigmundur Davíð. Hann segir að ekki sé hægt að velta ábyrgðinni af samningsgerðinni yfir á stjórnvöld. Aðkoma stjórnvalda sé að skapa stöðugleika þannig að menn viti við hvaða aðstæður þeir eru að semja en stjórnvöld hafi takmarkað svigrúm til að koma með bein fjárframlög inn í samningagerðina. Hvað varðar skattabreytingar segir Bjarni að það hafi verið búið til sérstakt skattþrep fyrir þá sem eru með lægri laun en 240 þúsund á mánuði og skattar þeirra hafi verið lækkaðir. Persónuafslátturinn sé verðtryggður en þeir sem sitji eftir sé millitekjufólkið, þeir sem eru með laun yfir 240 þúsundum. Aðgerðir stjórnvalda að þessu sinni beinist að þeim. Sigmundur Davíð forsætisráðherra segir að stjórnvöld hafi velt fyrir sér hækkun persónuafsláttar. „Ég er ekki frá því að það sé þess virði að skoða það betur,“ segir forsætisráðherra og bætir við að menn séu að skoða ýmsar leiðir í þessu sambandi. „Mér fannst menn vera að kalla eftir loforði um að við tækjum samtal um mikilvæg mál eins og þróun húnsnæðismarkaðarins, um skattapólitík til næstu ára og hvers sé að vænta eftir afnám hafta í peningamálum,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Hann segist skynja að ástandið sé gríðarlega viðkvæmt en þrátt fyrir það hafi menn í höndunum tækifæri til ná kaupmáttarsamningum.
Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Sjá meira