Vörugjöld eru ekki eðlileg gjaldtaka Guðný Rósa Þorvarðardóttir skrifar 7. nóvember 2013 06:00 Félag atvinnurekenda hefur undanfarið kynnt fyrir stjórnvöldum Falda aflið sem eru tólf tillögur til aðgerða og umbóta fyrir íslenskt atvinnulíf. Við viljum að stjórnvöld hrindi þeim í framkvæmd fyrir þinglok 2014 og leggi þannig lið minni og meðalstórum fyrirtækjum sem eru 90% fyrirtækja landsins. Tvær tillögur FA fjalla um aðflutningsgjöld ríkissjóðs og vil ég vekja athygli á þeim í tveimur pistlum, annars vegar þeim sem hér fer á eftir og fjallar um fimmtu tillögu FA um afnám vörugjalda. Í öðrum pistli verður fjallað um elleftu tillögu FA um lögfestingu fleiri gjalddaga virðisaukaskatts í tolli.Mismunun vara í samkeppni Ríkissjóður hefur lengi notað vörugjöld á innfluttar vörur sem tekjuöflunarleið. Í tíð fyrri ríkisstjórnar var samþykkt að fjölga vöruflokkum með þessum tollum, enda allra leiða leitað til að auka tekjur ríkissjóðs. Fljótt á litið virðist hugmyndafræðin hafa snúist um að setja toll á lúxusvörur sem fólk gæti verið án. Vörugjöld voru því ekki sett á þær vörur sem embættismenn töldu vera nauðsynlegar neysluvörur, heldur sérvaldar vörur sem hugsanlega væru óhollar eða gætu flokkast sem óþarfar. Dæmi um þetta eru sykurvörur í flokki matvara sem bera vörugjöld og sambærilegar vörur sem innihalda ávaxtasykur án vörugjalda. Í vörugjaldafrumskóginum bera tölvur og fylgihlutir engin vörugjöld. Hins vegar er lagt 25-30% vörugjald á hljómflutningstæki, útvörp og sjónvörp. Erfitt er að sjá af hverju þessi munur stafar enda tölvur notaðar til að horfa á sjónvarp auk þess sem hægt er að nota sjónvarp til að vafra á netinu. Þetta eru skýr dæmi þess að vörugjöld skekki samkeppnisstöðu sambærilegra vara.Mismunun þegnanna Sjálfstæðisflokkurinn hefur í gegnum tíðina barist gegn innflutningshömlum en vörugjöldin eru klárlega hluti þeirra. Í september 2012 var viðtal við einn þingmann Sjálfstæðisflokksins, Guðlaug Þór Þórðarson, í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis. Þar sagði hann innflutningstolla á vörur fela í sér hrópandi mismunun þeirra sem eru efnaðir og þeirra sem hafa lítið milli handanna. Í því samhengi nefndi hann að flugfarþegar sem ferðast til annarra landa geta keypt ódýran varning þar upp að ákveðinni fjárhæð og flutt hann til landsins án þess að borga af honum tolla. Þeir sem heima sitja þurfa hins vegar að greiða tolla og vörugjöld af öllu sem þeir flytja til landsins. „Þetta er náttúrlega ótrúleg mismunun og skrítið hvað þetta er lítið í umræðunni,“ sagði Guðlaugur og taldi löngu tímabært að lækka gjöld og bæta lífskjör fólks. Aðspurður taldi hann ekki rétt að ríkið missi af tekjum ef það lækki tolla. Það eina sem tollarnir geri sé að fæla verslun burt úr landinu. Þarna hefur þingmaðurinn rétt fyrir sér. Nú þegar flokkur þingmannsins er kominn í stjórn ætti að vera lag að gera breytingar á tollakerfinu sem myndi jafna samkeppnisstöðu innflytjenda og fela um leið í sér kjarabætur fyrir landsmenn alla. Mikill kostnaður er fólginn í því að viðhalda núverandi eftirlitskerfi og spurning hvort ríkissjóður tapi miklu við að afnema þessi gjöld þar sem eftirspurn innanlands myndi án efa aukast mikið við samkeppnishæfara verð. Það má lesa meira um Falda aflið á atvinnurekendur.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Félag atvinnurekenda hefur undanfarið kynnt fyrir stjórnvöldum Falda aflið sem eru tólf tillögur til aðgerða og umbóta fyrir íslenskt atvinnulíf. Við viljum að stjórnvöld hrindi þeim í framkvæmd fyrir þinglok 2014 og leggi þannig lið minni og meðalstórum fyrirtækjum sem eru 90% fyrirtækja landsins. Tvær tillögur FA fjalla um aðflutningsgjöld ríkissjóðs og vil ég vekja athygli á þeim í tveimur pistlum, annars vegar þeim sem hér fer á eftir og fjallar um fimmtu tillögu FA um afnám vörugjalda. Í öðrum pistli verður fjallað um elleftu tillögu FA um lögfestingu fleiri gjalddaga virðisaukaskatts í tolli.Mismunun vara í samkeppni Ríkissjóður hefur lengi notað vörugjöld á innfluttar vörur sem tekjuöflunarleið. Í tíð fyrri ríkisstjórnar var samþykkt að fjölga vöruflokkum með þessum tollum, enda allra leiða leitað til að auka tekjur ríkissjóðs. Fljótt á litið virðist hugmyndafræðin hafa snúist um að setja toll á lúxusvörur sem fólk gæti verið án. Vörugjöld voru því ekki sett á þær vörur sem embættismenn töldu vera nauðsynlegar neysluvörur, heldur sérvaldar vörur sem hugsanlega væru óhollar eða gætu flokkast sem óþarfar. Dæmi um þetta eru sykurvörur í flokki matvara sem bera vörugjöld og sambærilegar vörur sem innihalda ávaxtasykur án vörugjalda. Í vörugjaldafrumskóginum bera tölvur og fylgihlutir engin vörugjöld. Hins vegar er lagt 25-30% vörugjald á hljómflutningstæki, útvörp og sjónvörp. Erfitt er að sjá af hverju þessi munur stafar enda tölvur notaðar til að horfa á sjónvarp auk þess sem hægt er að nota sjónvarp til að vafra á netinu. Þetta eru skýr dæmi þess að vörugjöld skekki samkeppnisstöðu sambærilegra vara.Mismunun þegnanna Sjálfstæðisflokkurinn hefur í gegnum tíðina barist gegn innflutningshömlum en vörugjöldin eru klárlega hluti þeirra. Í september 2012 var viðtal við einn þingmann Sjálfstæðisflokksins, Guðlaug Þór Þórðarson, í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis. Þar sagði hann innflutningstolla á vörur fela í sér hrópandi mismunun þeirra sem eru efnaðir og þeirra sem hafa lítið milli handanna. Í því samhengi nefndi hann að flugfarþegar sem ferðast til annarra landa geta keypt ódýran varning þar upp að ákveðinni fjárhæð og flutt hann til landsins án þess að borga af honum tolla. Þeir sem heima sitja þurfa hins vegar að greiða tolla og vörugjöld af öllu sem þeir flytja til landsins. „Þetta er náttúrlega ótrúleg mismunun og skrítið hvað þetta er lítið í umræðunni,“ sagði Guðlaugur og taldi löngu tímabært að lækka gjöld og bæta lífskjör fólks. Aðspurður taldi hann ekki rétt að ríkið missi af tekjum ef það lækki tolla. Það eina sem tollarnir geri sé að fæla verslun burt úr landinu. Þarna hefur þingmaðurinn rétt fyrir sér. Nú þegar flokkur þingmannsins er kominn í stjórn ætti að vera lag að gera breytingar á tollakerfinu sem myndi jafna samkeppnisstöðu innflytjenda og fela um leið í sér kjarabætur fyrir landsmenn alla. Mikill kostnaður er fólginn í því að viðhalda núverandi eftirlitskerfi og spurning hvort ríkissjóður tapi miklu við að afnema þessi gjöld þar sem eftirspurn innanlands myndi án efa aukast mikið við samkeppnishæfara verð. Það má lesa meira um Falda aflið á atvinnurekendur.is
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar