Innlent

Tveir bjóða sig fram til formanns KÍ

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Formannskjör Kennarasamband Íslands verður nú í nóvember og munu úrslit liggja fyrir eigi síðar en 30 nóvember.
Formannskjör Kennarasamband Íslands verður nú í nóvember og munu úrslit liggja fyrir eigi síðar en 30 nóvember.
Kosið verður í embætti formanns Kennarasambands Íslands í almennri kosningu félagsmanna fyrir lok nóvembermánaðar.

Núverandi formaður, Þórður Árni Hjaltested, býður sig fram ásamt Einari Þóri Karlssyni grunnskólakennara.

Í viðtali við frambjóðendur í Skólavörðunni, tímariti Kennarasamband Íslands, segist Einar vera í framboði fyrir þá kennara sem líður eins og honum, sem hafa líka sýn og eru orðnir þreyttir á að láta troða á sér. Hann segir kennarastarfið eiga að vera virðingarvert, eftirsóknarvert og vel launað. Formaður Kí eigi að vinna að því að svo sé.

Þórður Árni segir að eftir eitt kjörtímabil í starfi formanns telji hann sig vera kominn vel áleiðis með nýjar áherslur í starfsemi og uppbyggingu KÍ. Framundan sé erfiður samningavetur þar sem brýnt sé að vel takist til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×