Nýtt íslenskt súkkulaði Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 4. nóvember 2013 10:00 Félagarnir flytja sjálfir inn kakóbaunir, meðal annars frá Venesúela og Madagaskar. mynd/omnom Omnom er glænýtt íslenskt súkkulaði sem kom á markaðinn um helgina. Á bak við það standa fjórir forfallnir súkkulaðigrísir sem segja súkkulaðigerð eiga margt sameiginlegt með víngerð.Þetta spratt upp úr forvitni. Maður hafði ekki hugmynd um hvernig súkkulaði er búið til. Við vorum að ræða þetta við Óskar Þórðarson, æskufélagi minn, fyrir rúmu ári síðan og hægt og rólega fjárfestum við í vélum og kakóbaunum. Svo tóku við tilraunir í eldhúsinu heima,“ segir Kjartan Gíslason, matreiðslumaður og einn framleiðenda súkkulaðisins Omnom. Fljótlega slógust Karl Viggó Viggósson, bakari og konditorimeistari og André Úlfur Visage hönnuður í hópinn og úr urðu fimm tegundir af súkkulaði sem komu á markaðinn nú um helgina. Kakóbaunirnar flytja þeir félagarnir sérstaklega inn og líkja súkkulaðigerðinni við víngerð.„Baunirnar okkar koma frá Venesúela, Papúa Nýju-Gíneu, Ekvador og Madagaskar og við höfum prófað okkur áfram með mismunandi ristunartíma, sykurbrennslu og þar fram eftir götunum. Smáatriðin skipta máli og það má í raun líkja súkkulaðigerð við víngerð. Vín bragðast mismunandi eftir héruðum og árstíðum og það sama á við um kakóbaunina. Það skiptir líka máli hvernig baunin er þurrkuð og gerjuð áður en hún kemur í hendurnar á framleiðandanum,“ útskýrir Kjartan, sem augljóslega hefur gaman af vinnunni. „Það er aldrei leiðinlegur dagur í þessu.“Um helgina komu fimm tegundir á markaðinn frá Omnom, tvær tegundir af dökku súkkulaði, tvær af mjólkursúkkulaði og hvítt súkkulaði, sem Kjartan segir einstakt á Íslandi. „Það er ekki framleitt annað hvítt súkkulaði á landinu. Við köllum það Dirty Blonde og notum í það lífrænt kakósmjör sem ilmar enn þá af kakóbauninni og gefur því mikla fyllingu í súkkulaðið. Við munum selja til að byrja með hjá vinum okkar hjá Reykjavík Roasters á Kárastíg en stefnum á að opna vefverslun fyrir jólin,“ segir Kjartan. Hægt er að fylgjast með Omnom á Facebook. Mest lesið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Fleiri fréttir Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Sjá meira
Omnom er glænýtt íslenskt súkkulaði sem kom á markaðinn um helgina. Á bak við það standa fjórir forfallnir súkkulaðigrísir sem segja súkkulaðigerð eiga margt sameiginlegt með víngerð.Þetta spratt upp úr forvitni. Maður hafði ekki hugmynd um hvernig súkkulaði er búið til. Við vorum að ræða þetta við Óskar Þórðarson, æskufélagi minn, fyrir rúmu ári síðan og hægt og rólega fjárfestum við í vélum og kakóbaunum. Svo tóku við tilraunir í eldhúsinu heima,“ segir Kjartan Gíslason, matreiðslumaður og einn framleiðenda súkkulaðisins Omnom. Fljótlega slógust Karl Viggó Viggósson, bakari og konditorimeistari og André Úlfur Visage hönnuður í hópinn og úr urðu fimm tegundir af súkkulaði sem komu á markaðinn nú um helgina. Kakóbaunirnar flytja þeir félagarnir sérstaklega inn og líkja súkkulaðigerðinni við víngerð.„Baunirnar okkar koma frá Venesúela, Papúa Nýju-Gíneu, Ekvador og Madagaskar og við höfum prófað okkur áfram með mismunandi ristunartíma, sykurbrennslu og þar fram eftir götunum. Smáatriðin skipta máli og það má í raun líkja súkkulaðigerð við víngerð. Vín bragðast mismunandi eftir héruðum og árstíðum og það sama á við um kakóbaunina. Það skiptir líka máli hvernig baunin er þurrkuð og gerjuð áður en hún kemur í hendurnar á framleiðandanum,“ útskýrir Kjartan, sem augljóslega hefur gaman af vinnunni. „Það er aldrei leiðinlegur dagur í þessu.“Um helgina komu fimm tegundir á markaðinn frá Omnom, tvær tegundir af dökku súkkulaði, tvær af mjólkursúkkulaði og hvítt súkkulaði, sem Kjartan segir einstakt á Íslandi. „Það er ekki framleitt annað hvítt súkkulaði á landinu. Við köllum það Dirty Blonde og notum í það lífrænt kakósmjör sem ilmar enn þá af kakóbauninni og gefur því mikla fyllingu í súkkulaðið. Við munum selja til að byrja með hjá vinum okkar hjá Reykjavík Roasters á Kárastíg en stefnum á að opna vefverslun fyrir jólin,“ segir Kjartan. Hægt er að fylgjast með Omnom á Facebook.
Mest lesið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Fleiri fréttir Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Sjá meira