Nýtt íslenskt súkkulaði Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 4. nóvember 2013 10:00 Félagarnir flytja sjálfir inn kakóbaunir, meðal annars frá Venesúela og Madagaskar. mynd/omnom Omnom er glænýtt íslenskt súkkulaði sem kom á markaðinn um helgina. Á bak við það standa fjórir forfallnir súkkulaðigrísir sem segja súkkulaðigerð eiga margt sameiginlegt með víngerð.Þetta spratt upp úr forvitni. Maður hafði ekki hugmynd um hvernig súkkulaði er búið til. Við vorum að ræða þetta við Óskar Þórðarson, æskufélagi minn, fyrir rúmu ári síðan og hægt og rólega fjárfestum við í vélum og kakóbaunum. Svo tóku við tilraunir í eldhúsinu heima,“ segir Kjartan Gíslason, matreiðslumaður og einn framleiðenda súkkulaðisins Omnom. Fljótlega slógust Karl Viggó Viggósson, bakari og konditorimeistari og André Úlfur Visage hönnuður í hópinn og úr urðu fimm tegundir af súkkulaði sem komu á markaðinn nú um helgina. Kakóbaunirnar flytja þeir félagarnir sérstaklega inn og líkja súkkulaðigerðinni við víngerð.„Baunirnar okkar koma frá Venesúela, Papúa Nýju-Gíneu, Ekvador og Madagaskar og við höfum prófað okkur áfram með mismunandi ristunartíma, sykurbrennslu og þar fram eftir götunum. Smáatriðin skipta máli og það má í raun líkja súkkulaðigerð við víngerð. Vín bragðast mismunandi eftir héruðum og árstíðum og það sama á við um kakóbaunina. Það skiptir líka máli hvernig baunin er þurrkuð og gerjuð áður en hún kemur í hendurnar á framleiðandanum,“ útskýrir Kjartan, sem augljóslega hefur gaman af vinnunni. „Það er aldrei leiðinlegur dagur í þessu.“Um helgina komu fimm tegundir á markaðinn frá Omnom, tvær tegundir af dökku súkkulaði, tvær af mjólkursúkkulaði og hvítt súkkulaði, sem Kjartan segir einstakt á Íslandi. „Það er ekki framleitt annað hvítt súkkulaði á landinu. Við köllum það Dirty Blonde og notum í það lífrænt kakósmjör sem ilmar enn þá af kakóbauninni og gefur því mikla fyllingu í súkkulaðið. Við munum selja til að byrja með hjá vinum okkar hjá Reykjavík Roasters á Kárastíg en stefnum á að opna vefverslun fyrir jólin,“ segir Kjartan. Hægt er að fylgjast með Omnom á Facebook. Mest lesið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Fleiri fréttir „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Sjá meira
Omnom er glænýtt íslenskt súkkulaði sem kom á markaðinn um helgina. Á bak við það standa fjórir forfallnir súkkulaðigrísir sem segja súkkulaðigerð eiga margt sameiginlegt með víngerð.Þetta spratt upp úr forvitni. Maður hafði ekki hugmynd um hvernig súkkulaði er búið til. Við vorum að ræða þetta við Óskar Þórðarson, æskufélagi minn, fyrir rúmu ári síðan og hægt og rólega fjárfestum við í vélum og kakóbaunum. Svo tóku við tilraunir í eldhúsinu heima,“ segir Kjartan Gíslason, matreiðslumaður og einn framleiðenda súkkulaðisins Omnom. Fljótlega slógust Karl Viggó Viggósson, bakari og konditorimeistari og André Úlfur Visage hönnuður í hópinn og úr urðu fimm tegundir af súkkulaði sem komu á markaðinn nú um helgina. Kakóbaunirnar flytja þeir félagarnir sérstaklega inn og líkja súkkulaðigerðinni við víngerð.„Baunirnar okkar koma frá Venesúela, Papúa Nýju-Gíneu, Ekvador og Madagaskar og við höfum prófað okkur áfram með mismunandi ristunartíma, sykurbrennslu og þar fram eftir götunum. Smáatriðin skipta máli og það má í raun líkja súkkulaðigerð við víngerð. Vín bragðast mismunandi eftir héruðum og árstíðum og það sama á við um kakóbaunina. Það skiptir líka máli hvernig baunin er þurrkuð og gerjuð áður en hún kemur í hendurnar á framleiðandanum,“ útskýrir Kjartan, sem augljóslega hefur gaman af vinnunni. „Það er aldrei leiðinlegur dagur í þessu.“Um helgina komu fimm tegundir á markaðinn frá Omnom, tvær tegundir af dökku súkkulaði, tvær af mjólkursúkkulaði og hvítt súkkulaði, sem Kjartan segir einstakt á Íslandi. „Það er ekki framleitt annað hvítt súkkulaði á landinu. Við köllum það Dirty Blonde og notum í það lífrænt kakósmjör sem ilmar enn þá af kakóbauninni og gefur því mikla fyllingu í súkkulaðið. Við munum selja til að byrja með hjá vinum okkar hjá Reykjavík Roasters á Kárastíg en stefnum á að opna vefverslun fyrir jólin,“ segir Kjartan. Hægt er að fylgjast með Omnom á Facebook.
Mest lesið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Fleiri fréttir „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Sjá meira