Var rúmliggjandi á tímabili og í uppgjafarhug Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. nóvember 2013 07:00 Ísland mun eiga skíðagöngumann á Vetrarólympíuleikunum í Sochi. Hér er Sævar Birgisson með gönguskíðin sín þegar hann var við æfingar í Austurríki á dögunum. Mynd/Úr einkasafni „Það er búið að snjóa töluvert og þetta er það besta sem maður kemst í á Norðurlöndunum eins og staðan er núna,“ segir skíðagöngukappinn Sævar Birgisson. Sævar hefur verið við æfingar í Hlíðarfjalli á Akureyri í vikunni ásamt Brynjari Leó Kristinssyni. Báðir stefna á þátttöku í Vetrarólympíuleikunum í Sochi í Rússlandi í febrúar. Þá verða tuttugu ár síðan Ísland átti síðast fulltrúa í skíðagöngukeppni leikanna. Síðan Daníel Jakobsson og Rögnvaldur Ingþórsson kepptu í Lillehammer 1994 hefur Ísland aðeins átt fulltrúa í alpagreinum. Sævar hefur þegar náð lágmarkinu fyrir leikana í sprettgöngu (skaut) og 15 kílómetra göngu með hefðbundinni aðferð. Brynjar Leó vinnur að því hörðum höndum. Sævar þekkir vel til í Lillehammer en þar gekk hann í skíðamenntaskóla á árunum 2005-2008. Sauðkrækingurinn uppaldi, sem varð 25 ára á árinu, ætlaði sér stóra hluti.xxxxRúmliggjandi um tíma „Fljótlega eftir að ég kláraði skólann varð ég hálfónýtur í nokkur tímabil,“ segir Sævar sem greindist með hryggikt. Hann segist hafa íhugað að hætta keppni. „Ég var eiginlega búinn að gefast upp á þessu. Á tímabili var ég rúmliggjandi,“ segir Sævar sem fékk lyf við gigtinni. Ekki tók betra við þegar hann fékk gat á magann í miðri keppni. Hann segir gigtina að einhverju leyti ættgenga en ekki hafi hjálpað til að hann gekk fram af sjálfum sér árin þrjú í Noregi. „Ég fékk ýmis einkenni og var greindur með hitt og þetta,“ segir Sævar og lýsir stöðu sinni í dag þannig að hann sé 95% góður. Hann hefur verið á lyfjum við gigtinni í þrjú ár en kaflaskil urðu þegar hann landaði Íslandsmeistaratitlinum árið 2011 eftir þrjú erfið ár á undan. Þá kviknaði áhugi á að taka skíðagönguna föstum tökum á nýjan leik. Þrjú ár voru í Vetrarólympíuleikana.Flutti til Noregs „Það var kannski meira draumur en markmið í fyrstu. En þegar æfingar gengu vel og líkaminn svaraði vel tók ég hlé frá námi mínu og flutti til Noregs,“ segir Sævar sem var byrjaður í námi við Háskólann á Bifröst. „Ég ákvað að gera þetta almennilega fyrst ég væri að þessu,“ segir Sævar og nú er hann á lokametrunum. Nú eru 98 dagar þar til eldurinn verður tendraður í Sochi og æfingar hafa verið stífar. Sævar er tiltölulega nýkominn úr tveggja vikna æfingabúðum í Austurríki. Þar höfðu þeir Brynjar Leó bækistöðvar í um 1.800 metra hæð og æfðu í 2.600 metra hæð. „Í Sochi verður keppt í 1.500 metrum svo að við þurfum að aðlagast því,“ segir Sævar sem heldur í næstu viku til Svíþjóðar og svo Noregs. Þeir Brynjar Leó hafa æft með sænsku félagi undanfarið ár enda í sérflokki íslenskra skíðagöngumanna sem stendur. Þeir eru hins vegar í þeirri stöðu að þurfa að berjast um eitt laust sæti sem Íslandi stendur til boða í skíðagöngukeppninni í Sochi.Enginn leiðindarígur „Það er ekkert atriði hjá okkur. Við æfum mikið saman og njótum góðs af því. Það þýðir ekkert að vera með leiðindaríg,“ segir Sævar. Hann bendir á að þeir hafi ekki haft neina æfingafélaga á Íslandi í mörg ár og því treyst hvor á annan. Sævar keppir á móti í Finnlandi um miðjan nóvember. Góður árangur gæti lyft honum upp á heimslistanum. Kæmist Sævar ofar en í 300. sæti á heimslistanum yrði það til þess að Ólympíulágmark myndi duga þeim báðum. Ekki þyrfti að velja á milli þeirra tveggja varðandi eitt laust sæti. „Við vonumst til þess að það verði svoleiðis.“ Íþróttir Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Fleiri fréttir Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Sjá meira
„Það er búið að snjóa töluvert og þetta er það besta sem maður kemst í á Norðurlöndunum eins og staðan er núna,“ segir skíðagöngukappinn Sævar Birgisson. Sævar hefur verið við æfingar í Hlíðarfjalli á Akureyri í vikunni ásamt Brynjari Leó Kristinssyni. Báðir stefna á þátttöku í Vetrarólympíuleikunum í Sochi í Rússlandi í febrúar. Þá verða tuttugu ár síðan Ísland átti síðast fulltrúa í skíðagöngukeppni leikanna. Síðan Daníel Jakobsson og Rögnvaldur Ingþórsson kepptu í Lillehammer 1994 hefur Ísland aðeins átt fulltrúa í alpagreinum. Sævar hefur þegar náð lágmarkinu fyrir leikana í sprettgöngu (skaut) og 15 kílómetra göngu með hefðbundinni aðferð. Brynjar Leó vinnur að því hörðum höndum. Sævar þekkir vel til í Lillehammer en þar gekk hann í skíðamenntaskóla á árunum 2005-2008. Sauðkrækingurinn uppaldi, sem varð 25 ára á árinu, ætlaði sér stóra hluti.xxxxRúmliggjandi um tíma „Fljótlega eftir að ég kláraði skólann varð ég hálfónýtur í nokkur tímabil,“ segir Sævar sem greindist með hryggikt. Hann segist hafa íhugað að hætta keppni. „Ég var eiginlega búinn að gefast upp á þessu. Á tímabili var ég rúmliggjandi,“ segir Sævar sem fékk lyf við gigtinni. Ekki tók betra við þegar hann fékk gat á magann í miðri keppni. Hann segir gigtina að einhverju leyti ættgenga en ekki hafi hjálpað til að hann gekk fram af sjálfum sér árin þrjú í Noregi. „Ég fékk ýmis einkenni og var greindur með hitt og þetta,“ segir Sævar og lýsir stöðu sinni í dag þannig að hann sé 95% góður. Hann hefur verið á lyfjum við gigtinni í þrjú ár en kaflaskil urðu þegar hann landaði Íslandsmeistaratitlinum árið 2011 eftir þrjú erfið ár á undan. Þá kviknaði áhugi á að taka skíðagönguna föstum tökum á nýjan leik. Þrjú ár voru í Vetrarólympíuleikana.Flutti til Noregs „Það var kannski meira draumur en markmið í fyrstu. En þegar æfingar gengu vel og líkaminn svaraði vel tók ég hlé frá námi mínu og flutti til Noregs,“ segir Sævar sem var byrjaður í námi við Háskólann á Bifröst. „Ég ákvað að gera þetta almennilega fyrst ég væri að þessu,“ segir Sævar og nú er hann á lokametrunum. Nú eru 98 dagar þar til eldurinn verður tendraður í Sochi og æfingar hafa verið stífar. Sævar er tiltölulega nýkominn úr tveggja vikna æfingabúðum í Austurríki. Þar höfðu þeir Brynjar Leó bækistöðvar í um 1.800 metra hæð og æfðu í 2.600 metra hæð. „Í Sochi verður keppt í 1.500 metrum svo að við þurfum að aðlagast því,“ segir Sævar sem heldur í næstu viku til Svíþjóðar og svo Noregs. Þeir Brynjar Leó hafa æft með sænsku félagi undanfarið ár enda í sérflokki íslenskra skíðagöngumanna sem stendur. Þeir eru hins vegar í þeirri stöðu að þurfa að berjast um eitt laust sæti sem Íslandi stendur til boða í skíðagöngukeppninni í Sochi.Enginn leiðindarígur „Það er ekkert atriði hjá okkur. Við æfum mikið saman og njótum góðs af því. Það þýðir ekkert að vera með leiðindaríg,“ segir Sævar. Hann bendir á að þeir hafi ekki haft neina æfingafélaga á Íslandi í mörg ár og því treyst hvor á annan. Sævar keppir á móti í Finnlandi um miðjan nóvember. Góður árangur gæti lyft honum upp á heimslistanum. Kæmist Sævar ofar en í 300. sæti á heimslistanum yrði það til þess að Ólympíulágmark myndi duga þeim báðum. Ekki þyrfti að velja á milli þeirra tveggja varðandi eitt laust sæti. „Við vonumst til þess að það verði svoleiðis.“
Íþróttir Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Fleiri fréttir Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Sjá meira