Innlent

250.000 fengust fyrir fórn á hári

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Fulltrúar Nemendafélags Fsu afhenda Flóka Guðmundssyni, fulltrúa Unicef, ávísun.
Fulltrúar Nemendafélags Fsu afhenda Flóka Guðmundssyni, fulltrúa Unicef, ávísun. Mynd/Hermann Snorri Hoffritz
Hálf milljón króna safnaðist í góðgerðaviku Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi (FSu) sem fram fór í október.

„Í ár var ákveðið allt fé sem safnaðist skyldi renna til hjálparstarfs Unicef í Sýrlandi,“ segir í tilkynningu skólans.

Fram kemur að í vikunni fari fram ýmiskonar fræðsla og skemmtun. Auk þess sameinist kennarar og nemendur í áskoranaleik, þar sem fé til góðgerðamála er lagt undir.

„Mest fé safnaðist í áskorun á Dagmar Stefánsdóttur, nemanda við skólann, sem lét raka af sér síða hárið á lokahátíð dagana, fyrir 250 þúsund krónur.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×