Borðum ekki útsæðið Kristín Ingólfsdóttir skrifar 31. október 2013 06:00 Við Íslendingar byggjum afkomu okkar og velsæld á nýtingu auðlinda og í vaxandi mæli á hugviti og þekkingariðnaði. Þekking er grundvöllur áframhaldandi aukinnar verðmætasköpunar, hvort sem litið er til hefðbundinna atvinnugreina eða sköpunar nýrra tækifæra. Ríki og sveitarfélög, sem halda utan um samneyslu okkar, hafa orðið fyrir miklum samdrætti í tekjum frá hruni og verða að forgangsraða verkefnum. Þá er mikilvægt að tvö meginsjónarmið verði látin ráða. Annars vegar að tryggja lágmarksöryggi landsmanna hvað varðar t.d. heilbrigðisþjónustu, félagslegan stuðning og löggæslu. Hins vegar að skapa grundvöll til sóknar með því að efla með öllum ráðum menntakerfi og vísindastarfsemi. Það er forsenda þess að unnt sé að skapa aukin verðmæti. Háskóli Íslands vinnur eftir skýrum markmiðum um verðmætasköpun. Þau miða annars vegar að menntun fólks til starfa í öllum megingreinum atvinnulífsins, þar með talið heilbrigðisþjónustu, menntakerfi, verkfræði- og tæknigreinum, menningargreinum, stjórnun og félagsþjónustu. Hins vegar er meginmarkmið í starfi skólans að efla þekkingar- og verðmætasköpun gegnum vísindastarf.Vísindi og verðmætasköpun Eftir niðurskurð fjárveitinga í kjölfar efnahagshruns, hefur rekstri Háskóla Íslands verið haldið innan ramma fjárlaga með lækkun kostnaðar og ströngu aðhaldi. Skólinn leggur einnig mikla áherslu á að sækja styrki úr samkeppnissjóðum til að tryggja framgang vísindastarfs. Árangur þeirrar sóknar byggist á markvissri uppbyggingu rannsóknastarfs við skólann undanfarin ár og áratugi. Vísindamenn Háskóla Íslands afla nú um 1,8 milljarða króna á ári úr alþjóðlegum samkeppnissjóðum, sem koma inn í íslenska hagkerfið sem gjaldeyristekjur. Styrkirnir eru notaðir til tækjakaupa, rekstrar og til að greiða laun vegna nýrra starfa. Leiðandi einstaklingar og hópar innan skólans eru í sívaxandi mæli gjaldgengir í þessari hörðu alþjóðlegu samkeppni. Meðal verkefna við HÍ sem njóta erlendra styrkja má nefna rannsóknir í eldfjallafræði o.fl. greinum jarðvísinda, rannsóknir á krabbameini og árangursríkari lyfjagjöf, hugbúnaðarþróun fyrir hópslysaáætlanir, rannsóknir á öryggi neysluvatns og á sviðum fjarkönnunar, fiskveiðistjórnunar, fötlunarfræði, nanótækni, stjórnmálafræði og leit að lyfjavirkum efnum í hafi. Rannsóknarstarfsemin skapar þannig sjálf miklar gjaldeyristekjur og verkefnin leiða í kjölfarið til verðmætasköpunar á mörgum sviðum atvinnulífs. Auk þessara fjármuna kemur svipuð fjárhæð í erlendum gjaldeyri inn í landið vegna þátttöku vísindamanna HÍ í verkefnum annarra innlendra stofnana og fyrirtækja. Þannig má ætla að vísindastarfsemi við skólann skapi á fjórða milljarð króna í beinar gjaldeyristekjur. Fjárhæðir rannsóknastyrkja til HÍ úr innlendum samkeppnissjóðum eru mun lægri en úr þeim erlendu. Þannig veitti Rannsóknasjóður Vísinda- og tækniráðs samtals 416 mkr. til íslenska vísindasamfélagsins í heild árið 2012. Hlutdeild vísindamanna HÍ var 315 mkr. Þótt styrkirnir séu verulega lægri en þeir erlendu, skipta þeir sköpum, ekki síst fyrir unga vísindamenn. Verkefnin eru styrkt í harðri samkeppni og leiða til nýrrar þekkingar. Oft eru þeir grundvöllur þess að hægt sé að sækja erlent styrktarfé. Á síðasta ári voru veitt 5 einkaleyfi sem byggjast á rannsóknum vísindamanna HÍ. Þau eru á sviðum lyfjafræði, augnlæknisfræði, eðlisfræði, rafmagns- og tölvuverkfræði og fjarkönnunar. Einkaleyfi sem þessi hafa leitt til stofnunar tveggja sprotafyrirtækja á ári að meðaltali undanfarin 5 ár. Velta sprotafyrirtækja sem stofnuð hafa verið á grunni rannsókna starfsfólks og stúdenta við HÍ er á annan milljarð króna og þau veita 150 manns vinnu.Útsæði í harðindum Lykillinn að því að geta sótt sértekjur í harðri og vaxandi samkeppni er að geta styrkt innviði – aðbúnað, mannafla, rekstrarfé. Í fjárlagafrumvarpi 2014 er gert ráð fyrir niðurskurði fjárveitinga til HÍ sjötta árið í röð. Á sama tíma hefur nemendum fjölgað verulega og samkvæmt frumvarpinu vantar fjárframlag vegna 350 nemenda sem stunda fullt nám, eða um 200 mkr. Skrásetningargjöld sem stúdentar greiða verða hækkuð, en einungis hluti hækkunarinnar skilar sér til skólans, eða 39 mkr. af 180 mkr. Þessu verður að breyta. Ennfremur mun skerðing framlaga til samkeppnissjóða Vísinda- og tækniráðs hafa veruleg áhrif á starf skólans af ástæðum sem raktar eru hér að ofan. Þegar kartöfluuppskera brást á Írlandi á 19. öld neyddust Írar til að borða útsæði næsta árs. Fyrir vikið leiddi uppskerubresturinn til langvarandi hungursneyðar og fólksflótta. Þegar harðnar á dalnum er mikilvægt að horfast í augu við kaldan veruleikann eins og hann blasir við. En það er jafn mikilvægt að hugsa fyrir morgundeginum og skynja þau tækifæri sem eru til að vinna sig út úr þröngri stöðu. Við megum ekki ganga svo nærri háskólastarfinu að við borðum útsæðið sem á að skapa okkur framtíðarviðurværi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Við Íslendingar byggjum afkomu okkar og velsæld á nýtingu auðlinda og í vaxandi mæli á hugviti og þekkingariðnaði. Þekking er grundvöllur áframhaldandi aukinnar verðmætasköpunar, hvort sem litið er til hefðbundinna atvinnugreina eða sköpunar nýrra tækifæra. Ríki og sveitarfélög, sem halda utan um samneyslu okkar, hafa orðið fyrir miklum samdrætti í tekjum frá hruni og verða að forgangsraða verkefnum. Þá er mikilvægt að tvö meginsjónarmið verði látin ráða. Annars vegar að tryggja lágmarksöryggi landsmanna hvað varðar t.d. heilbrigðisþjónustu, félagslegan stuðning og löggæslu. Hins vegar að skapa grundvöll til sóknar með því að efla með öllum ráðum menntakerfi og vísindastarfsemi. Það er forsenda þess að unnt sé að skapa aukin verðmæti. Háskóli Íslands vinnur eftir skýrum markmiðum um verðmætasköpun. Þau miða annars vegar að menntun fólks til starfa í öllum megingreinum atvinnulífsins, þar með talið heilbrigðisþjónustu, menntakerfi, verkfræði- og tæknigreinum, menningargreinum, stjórnun og félagsþjónustu. Hins vegar er meginmarkmið í starfi skólans að efla þekkingar- og verðmætasköpun gegnum vísindastarf.Vísindi og verðmætasköpun Eftir niðurskurð fjárveitinga í kjölfar efnahagshruns, hefur rekstri Háskóla Íslands verið haldið innan ramma fjárlaga með lækkun kostnaðar og ströngu aðhaldi. Skólinn leggur einnig mikla áherslu á að sækja styrki úr samkeppnissjóðum til að tryggja framgang vísindastarfs. Árangur þeirrar sóknar byggist á markvissri uppbyggingu rannsóknastarfs við skólann undanfarin ár og áratugi. Vísindamenn Háskóla Íslands afla nú um 1,8 milljarða króna á ári úr alþjóðlegum samkeppnissjóðum, sem koma inn í íslenska hagkerfið sem gjaldeyristekjur. Styrkirnir eru notaðir til tækjakaupa, rekstrar og til að greiða laun vegna nýrra starfa. Leiðandi einstaklingar og hópar innan skólans eru í sívaxandi mæli gjaldgengir í þessari hörðu alþjóðlegu samkeppni. Meðal verkefna við HÍ sem njóta erlendra styrkja má nefna rannsóknir í eldfjallafræði o.fl. greinum jarðvísinda, rannsóknir á krabbameini og árangursríkari lyfjagjöf, hugbúnaðarþróun fyrir hópslysaáætlanir, rannsóknir á öryggi neysluvatns og á sviðum fjarkönnunar, fiskveiðistjórnunar, fötlunarfræði, nanótækni, stjórnmálafræði og leit að lyfjavirkum efnum í hafi. Rannsóknarstarfsemin skapar þannig sjálf miklar gjaldeyristekjur og verkefnin leiða í kjölfarið til verðmætasköpunar á mörgum sviðum atvinnulífs. Auk þessara fjármuna kemur svipuð fjárhæð í erlendum gjaldeyri inn í landið vegna þátttöku vísindamanna HÍ í verkefnum annarra innlendra stofnana og fyrirtækja. Þannig má ætla að vísindastarfsemi við skólann skapi á fjórða milljarð króna í beinar gjaldeyristekjur. Fjárhæðir rannsóknastyrkja til HÍ úr innlendum samkeppnissjóðum eru mun lægri en úr þeim erlendu. Þannig veitti Rannsóknasjóður Vísinda- og tækniráðs samtals 416 mkr. til íslenska vísindasamfélagsins í heild árið 2012. Hlutdeild vísindamanna HÍ var 315 mkr. Þótt styrkirnir séu verulega lægri en þeir erlendu, skipta þeir sköpum, ekki síst fyrir unga vísindamenn. Verkefnin eru styrkt í harðri samkeppni og leiða til nýrrar þekkingar. Oft eru þeir grundvöllur þess að hægt sé að sækja erlent styrktarfé. Á síðasta ári voru veitt 5 einkaleyfi sem byggjast á rannsóknum vísindamanna HÍ. Þau eru á sviðum lyfjafræði, augnlæknisfræði, eðlisfræði, rafmagns- og tölvuverkfræði og fjarkönnunar. Einkaleyfi sem þessi hafa leitt til stofnunar tveggja sprotafyrirtækja á ári að meðaltali undanfarin 5 ár. Velta sprotafyrirtækja sem stofnuð hafa verið á grunni rannsókna starfsfólks og stúdenta við HÍ er á annan milljarð króna og þau veita 150 manns vinnu.Útsæði í harðindum Lykillinn að því að geta sótt sértekjur í harðri og vaxandi samkeppni er að geta styrkt innviði – aðbúnað, mannafla, rekstrarfé. Í fjárlagafrumvarpi 2014 er gert ráð fyrir niðurskurði fjárveitinga til HÍ sjötta árið í röð. Á sama tíma hefur nemendum fjölgað verulega og samkvæmt frumvarpinu vantar fjárframlag vegna 350 nemenda sem stunda fullt nám, eða um 200 mkr. Skrásetningargjöld sem stúdentar greiða verða hækkuð, en einungis hluti hækkunarinnar skilar sér til skólans, eða 39 mkr. af 180 mkr. Þessu verður að breyta. Ennfremur mun skerðing framlaga til samkeppnissjóða Vísinda- og tækniráðs hafa veruleg áhrif á starf skólans af ástæðum sem raktar eru hér að ofan. Þegar kartöfluuppskera brást á Írlandi á 19. öld neyddust Írar til að borða útsæði næsta árs. Fyrir vikið leiddi uppskerubresturinn til langvarandi hungursneyðar og fólksflótta. Þegar harðnar á dalnum er mikilvægt að horfast í augu við kaldan veruleikann eins og hann blasir við. En það er jafn mikilvægt að hugsa fyrir morgundeginum og skynja þau tækifæri sem eru til að vinna sig út úr þröngri stöðu. Við megum ekki ganga svo nærri háskólastarfinu að við borðum útsæðið sem á að skapa okkur framtíðarviðurværi.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun