Lífið

Blurred Lines fyrirsæta kosin kona ársins

Emily Ratajkowski vill leggja leiklistina fyrir sig í framtíðinni.
Emily Ratajkowski vill leggja leiklistina fyrir sig í framtíðinni. Nordicphotos/getty
Fyrirsætan Emily O"Hara Ratajkowski var kosin kona ársins af tímaritinu Esquire. Ratajkowski er hvað þekktust fyrir að hafa komið fram í umdeildu tónlistarmannsins Robin Thicke við lagið Blurred Lines.

Emily Ratajkowski er 22 ára gömul og hóf fyrirsætuferil sinn aðeins þrettán að aldri. „Þegar umboðsmenn nálguðust mig sagði mamma alltaf „Hún ætlar að verða heilaskurðlæknir“,“ sagði Ratajkowski í viðtali við Esquire. Hana dreymir um að gerast leikkona en þykir hlutverkin sem henni hafa boðist fram að þessu heldur óspennandi.

„Mér er sama um nekt í kvikmyndum. Ég mundi heldur leika djúpan karakter og taka þátt í ástarsenu en að leika „heimsku stúlkuna“ sem býr í næsta húsi og vera í fötunum. Ég hef fengið nokkur frábær tilboð, en er enn að bíða eftir rétta hlutverkinu,“ sagði Ratajkowski.

Aðspurð sagði hún myndbandið við Blurred Lines hafa verið skemmtilegt og kjánalegt. „Við tókum okkur ekki alvarlega og reyndum ekki að vera kynþokkafullar.“

Faðir Ratajkowski er pólskur og móðir hennar er ensk. Stúlkan fæddist í London en ólst upp í Írlandi og í Kaliforníu. Móðir hennar er prófessor í ensku og lýsir Ratajkowski sem feminista og fræðimanni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.