Lífið

Hrekkjavaka fyrir sýrlensk börn

Skoski leikarinn verður gestgjafi á hrekkjavökuballi Unicef.
Skoski leikarinn verður gestgjafi á hrekkjavökuballi Unicef. Nordicphotos/Getty
Skoski Hollywood-leikarinn Ewan McGregor verður gestgjafi á hrekkjavökuballi til styrktar Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, Unicef. Allur ágóðinn rennur til barna í hinu stríðshrjáða Sýrlandi.

Aðrar stjörnur á ballinu, sem verður haldið í London 31. október, verða söngvarinn Robbie Williams, leikarinn Roger Moore og fyrirsætan Claudia Schiffer.

McGregor hefur stutt við bakið á Unicef frá árinu 2004. Hann segir mikilvægt að halda ballið til að safna peningum fyrir sýrlensku börnin. „Eins og staðan er núna er meira en ein milljón barna á flótta og rúmlega þrjár milljónir barna þurfa á hjálp að halda í Sýrlandi. Ástandið hjá þeim er grafalvarlegt,“ sagði leikarinn við Harper‘s Bazaar. „Unicef vinnur dag og nótt við að útvega hreint vatn, bóluefni, menntun og sálfræðiaðstoð fyrir þessi börn.“

McGregur hefur einnig tjáð sig um ballið á Twitter. „Hlakka til hrekkjavökuballs Unicef í Bretlandi fyrir sýrlensk börn,“ skrifaði hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.