Fyrir ári Margrét Tryggvadóttir skrifar 22. október 2013 09:14 Um þessar mundir er ár liðið síðan þjóðinni var boðið til lýðræðisveislu. Eftir langt og strangt ferli sem fól meðal annars í sér um þúsund manna þjóðfund, vandaða vinnu stjórnlaganefndar, fjögurra mánaða starf stjórnlagaráðs sem þjóðin valdi þar sem unnið var í opnu ferli og allir íbúar landsins gátu sent inn erindi og spurningar, umfjöllun Alþingis, fjölmiðla og fræðasamfélagsins fór fram þjóðaratkvæðagreiðsla um drög að nýrri stjórnarskrá. Og þjóðin var ánægð með afraksturinn. Um tveir þriðju kjósenda vildu að tillögur stjórnlagaráðs væru lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Þá var einnig spurt um ýmis nýmæli í tillögunni. 74% kjósenda vildu að náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu yrðu lýstar þjóðareign. 68,5% vildu að í nýrri stjórnarskrá yrði persónukjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er. 58,2% vildu jafnt vægi atkvæða og 63,4% vilja að tiltekið hlutfall kosningabærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. Aðeins í einni spurningu lýsti meirihluti kjósenda sig mótfallinn hugmyndum stjórnlagaráðs; 51,1% vill að áfram verði ákvæði um þjóðkirkju í nýju stjórnarskránni. Og auðvitað á þjóðin að ráða því.Alþingi virði niðurstöðuna Ísland telst til vestrænna lýðræðisríkja. Þar af leiðandi byggir stjórnskipun Íslands á þeirri hugmynd að ríkisvaldið sé runnið undan rifjum þjóðarinnar og að þjóðin sjálf sé stjórnarskrárgjafinn þótt þjóðkjörnir fulltrúar á Alþingi fari með það vald á milli kosninga. Fáir efast um formlegt vald Alþingis til að setja þau lög og þar með þá stjórnarskrá sem því hentar en málið er ekki svo einfalt. Í stjórnarskrá er að finna réttindi og skyldur borgaranna en þar eru líka leikreglur stjórnmálanna; ráðherra, þingmanna og sveitarstjórna. Miðað við venjulegar vanhæfisreglur (sem gilda þó sjaldnast í þinginu) eru menn í flestum tilfellum taldir vanhæfir til að setja lög og reglur um sig sjálfa, til þess eru hagsmunir þeirra of miklir. Í nýrri stjórnarskrá er ráðherrum til að mynda bannað að ljúga. Kannski finnst þeim sumum betra að fá að gera það áfram? Hugmyndin með þessu ferli var að þjóðin fengi, að svo miklu leyti sem það væri tæknilega mögulegt, að setja sér sína eigin stjórnarskrá; samfélagssáttmála um það hvers konar þjóðfélagi við viljum búa í. Ég bið Alþingi Íslendinga að virða niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október 2012. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir er ár liðið síðan þjóðinni var boðið til lýðræðisveislu. Eftir langt og strangt ferli sem fól meðal annars í sér um þúsund manna þjóðfund, vandaða vinnu stjórnlaganefndar, fjögurra mánaða starf stjórnlagaráðs sem þjóðin valdi þar sem unnið var í opnu ferli og allir íbúar landsins gátu sent inn erindi og spurningar, umfjöllun Alþingis, fjölmiðla og fræðasamfélagsins fór fram þjóðaratkvæðagreiðsla um drög að nýrri stjórnarskrá. Og þjóðin var ánægð með afraksturinn. Um tveir þriðju kjósenda vildu að tillögur stjórnlagaráðs væru lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Þá var einnig spurt um ýmis nýmæli í tillögunni. 74% kjósenda vildu að náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu yrðu lýstar þjóðareign. 68,5% vildu að í nýrri stjórnarskrá yrði persónukjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er. 58,2% vildu jafnt vægi atkvæða og 63,4% vilja að tiltekið hlutfall kosningabærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. Aðeins í einni spurningu lýsti meirihluti kjósenda sig mótfallinn hugmyndum stjórnlagaráðs; 51,1% vill að áfram verði ákvæði um þjóðkirkju í nýju stjórnarskránni. Og auðvitað á þjóðin að ráða því.Alþingi virði niðurstöðuna Ísland telst til vestrænna lýðræðisríkja. Þar af leiðandi byggir stjórnskipun Íslands á þeirri hugmynd að ríkisvaldið sé runnið undan rifjum þjóðarinnar og að þjóðin sjálf sé stjórnarskrárgjafinn þótt þjóðkjörnir fulltrúar á Alþingi fari með það vald á milli kosninga. Fáir efast um formlegt vald Alþingis til að setja þau lög og þar með þá stjórnarskrá sem því hentar en málið er ekki svo einfalt. Í stjórnarskrá er að finna réttindi og skyldur borgaranna en þar eru líka leikreglur stjórnmálanna; ráðherra, þingmanna og sveitarstjórna. Miðað við venjulegar vanhæfisreglur (sem gilda þó sjaldnast í þinginu) eru menn í flestum tilfellum taldir vanhæfir til að setja lög og reglur um sig sjálfa, til þess eru hagsmunir þeirra of miklir. Í nýrri stjórnarskrá er ráðherrum til að mynda bannað að ljúga. Kannski finnst þeim sumum betra að fá að gera það áfram? Hugmyndin með þessu ferli var að þjóðin fengi, að svo miklu leyti sem það væri tæknilega mögulegt, að setja sér sína eigin stjórnarskrá; samfélagssáttmála um það hvers konar þjóðfélagi við viljum búa í. Ég bið Alþingi Íslendinga að virða niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október 2012.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar