Þarf að bæta ímynd ÖBÍ segir formaður Samúel Karl Ólason skrifar 21. október 2013 07:00 Nú eru 37 aðildarfélög að bandalaginu. Mynd/margrét ögn rafnsdóttir „Við vitum að ímynd ÖBÍ hefur beðið hnekki og það nýtur ekki þeirrar virðingar og hefur ekki þann sess sem það á að hafa í samfélaginu,“ segir Ellen J. Calmon, sem var kjörin formaður Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ) á aðalfundi bandalagsins síðastliðinn laugardag. Á fundinum bættust þrjú félög við bandalagið svo nú eru alls 37 félög innan þess og hátt í 9% Íslendinga eru í aðildarfélögum bandalagsins. „Ég tel nauðsynlegt að vinna í þessum ímyndarmálum og að við fáum almenning með okkur. Við viljum að almenningur sé meðvitaðri um þennan stóra hóp sem er innan bandalagsins. Þetta eru mörg ólík félög með ólíkar þarfir. Innan bandalagsins eru meðal annars öryrkjar, fatlaðir, sjúkir og aðstandendur.“Ellen J. CalmonEllen segist fyrst og fremst standa fyrir meiri samræðu og samvinnu sem formaður og telur að formaður ÖBÍ eigi að stuðla að samvinnu aðildarfélaga og vera leiðandi út á við. „Ég tel mjög mikilvægt að ÖBÍ öðlist aftur þann sess og þá virðingu í samfélaginu sem það hefur áður haft,“ segir Ellen. Meðal baráttumála sem hún setur á oddinn eru samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, aðgengismál, og þá ekki síst varðandi aðgengi að upplýsingatækni, flutningur málefna fatlaðs fólks til sveitarfélaganna og málefni heilbrigðisþjónustunnar. „Þar hefur þjónustustigið lækkað á síðustu árum og aukinn kostnaður leggst þungt á okkar félaga,“ segir Ellen. Hún vill auka samstarf við atvinnulífið í því skyni að minnka fordóma og gera fötluðum og sjúkum kleift að stunda vinnu sína. Til þess þurfa atvinnurekendur að koma til móts við þá. Að auki vill Ellen standa fyrir breyttum baráttuaðferðum. „Ég sagði í ræðu minni á aðalfundinum að ef þú öskraðir í hvert sinn sem þú opnar munninn þá hættir fólk að hlusta. Þetta er ekki bara spurning um ályktanir og mótmæli, heldur líka samvinnu.“ Verkefni Ellenar er gríðarstórt. „Mitt fyrsta verk verður að hitta formenn og framkvæmdastjóra hvers félags og heyra hvernig hjartað slær. Þá er spurning hvernig ÖBÍ getur stutt við félögin. Ekki endilega með beinum fjárútlátum heldur stutt við þau svo þau fái að blómstra sjálf.“ Ellen vann nauma kosningu um formannssætið en hún fékk 50 atkvæði, Guðmundur Magnússon fráfarandi formaður fékk 46 atkvæði og tvö atkvæði voru auð. „Ég þarf að sannfæra fólk um ég sé verðugur málsvari og þetta er sigur sem ber að fara mjög vel með,“ segir Ellen. Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Við vitum að ímynd ÖBÍ hefur beðið hnekki og það nýtur ekki þeirrar virðingar og hefur ekki þann sess sem það á að hafa í samfélaginu,“ segir Ellen J. Calmon, sem var kjörin formaður Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ) á aðalfundi bandalagsins síðastliðinn laugardag. Á fundinum bættust þrjú félög við bandalagið svo nú eru alls 37 félög innan þess og hátt í 9% Íslendinga eru í aðildarfélögum bandalagsins. „Ég tel nauðsynlegt að vinna í þessum ímyndarmálum og að við fáum almenning með okkur. Við viljum að almenningur sé meðvitaðri um þennan stóra hóp sem er innan bandalagsins. Þetta eru mörg ólík félög með ólíkar þarfir. Innan bandalagsins eru meðal annars öryrkjar, fatlaðir, sjúkir og aðstandendur.“Ellen J. CalmonEllen segist fyrst og fremst standa fyrir meiri samræðu og samvinnu sem formaður og telur að formaður ÖBÍ eigi að stuðla að samvinnu aðildarfélaga og vera leiðandi út á við. „Ég tel mjög mikilvægt að ÖBÍ öðlist aftur þann sess og þá virðingu í samfélaginu sem það hefur áður haft,“ segir Ellen. Meðal baráttumála sem hún setur á oddinn eru samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, aðgengismál, og þá ekki síst varðandi aðgengi að upplýsingatækni, flutningur málefna fatlaðs fólks til sveitarfélaganna og málefni heilbrigðisþjónustunnar. „Þar hefur þjónustustigið lækkað á síðustu árum og aukinn kostnaður leggst þungt á okkar félaga,“ segir Ellen. Hún vill auka samstarf við atvinnulífið í því skyni að minnka fordóma og gera fötluðum og sjúkum kleift að stunda vinnu sína. Til þess þurfa atvinnurekendur að koma til móts við þá. Að auki vill Ellen standa fyrir breyttum baráttuaðferðum. „Ég sagði í ræðu minni á aðalfundinum að ef þú öskraðir í hvert sinn sem þú opnar munninn þá hættir fólk að hlusta. Þetta er ekki bara spurning um ályktanir og mótmæli, heldur líka samvinnu.“ Verkefni Ellenar er gríðarstórt. „Mitt fyrsta verk verður að hitta formenn og framkvæmdastjóra hvers félags og heyra hvernig hjartað slær. Þá er spurning hvernig ÖBÍ getur stutt við félögin. Ekki endilega með beinum fjárútlátum heldur stutt við þau svo þau fái að blómstra sjálf.“ Ellen vann nauma kosningu um formannssætið en hún fékk 50 atkvæði, Guðmundur Magnússon fráfarandi formaður fékk 46 atkvæði og tvö atkvæði voru auð. „Ég þarf að sannfæra fólk um ég sé verðugur málsvari og þetta er sigur sem ber að fara mjög vel með,“ segir Ellen.
Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira