Innlent

Rándýrum reiðtygjum stolið

Reiðtygjum að verðmæti þriggja milljóna króna var rænt í innbroti í hesthús á Mánagrund í Reykjanesbæ.
Reiðtygjum að verðmæti þriggja milljóna króna var rænt í innbroti í hesthús á Mánagrund í Reykjanesbæ. Mynd/Víkurfréttir
„Þetta er tilfinnanlegt tjón fyrir okkur. Það var stolið frá okkur reiðtygjum fyrir um þrjár milljónir króna. Á einu bretti hvarf 30 ára útgerð,“ segir Gunnar Maríusson, hestamaður í Keflavík. Brotist var inn í hesthús Gunnars, sem stendur við Mánagrund, á fimmtudag og stolið þremur hnökkum og 20 beislum, þar af þremur mjög dýrum.

Hann segir að þau séu sjö í fjölskyldunni og öll í hestamennsku. Dætur hans hafi verið að keppa á mótum og þau því átt góðan keppnisbúnað.

Fyrir tveimur árum var brotist inn hjá Gunnari og þá var þremur dýrum hnökkum stolið.

Gunnar segir þjófarnir hafi spennt upp hurð og látið greipar sópa um reiðtygin. Þeir hafi vitað nákvæmlega hvað þeir ætluðu að taka því ekki hafi verið hreyft við neinu öðru eða rótað til.

Þeir sem geta gefið upplýsingar um málið eru beðnir að hafa samband við lögregluna í síma 420-1800.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×