Horst Gorda mátti þola niðurlægingu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 19. október 2013 07:00 Horst Gorda fannst látinn á Klambratúni á föstudaginn fyrir viku. Lögreglan hefur gefið upp að dánarorsök liggi ekki fyrir en ekki leiki grunur á að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. fréttablaðið/gva „Horst var ekki vonlaus fíkill og hann hafði ekki brennt allar brýr að baki sér. En hann hafði gefist upp, langþreyttur af baráttu sinni fyrir mannsæmandi lífi, viðkvæm sál með stórt hjarta, og stolt, sem gerði það að verkum að hann átti erfitt með að láta sér lynda niðurlægingu fólks sem lék sér að því að kalla hann „hana“ og ávarpa í erfiðum aðstæðum með hans fyrra nafni.“ Svo skrifar Arnaldur Máni Finnsson í minningarorðum um Horst Gorda á Facebook, en Arnaldur er áhugamaður um málefni utangarðsfólks og fíkla í Reykjavík. Dagana áður en Horst dó var hann á götunni en hann hafði verið edrú í tæpt ár. Hann fór í meðferð í september 2012 og bjó á áfangaheimilum þangað til honum var vísað út um miðjan september síðastliðinn því hann var byrjaður að drekka. Hann hafði fengið vilyrði hjá lögreglunni um að mega sofa í fangageymslu kvöldið áður en hann dó en mætti ekki og fannst látinn undir morgun á Klambratúni í síðustu viku. Þegar Horst, sem var frá Lettlandi, flutti til Íslands árið 2005 var hann kona og bar nafnið Iveta. Árið 2009 hóf hann kynleiðréttingarferli, fór í hormónameðferð og fyrir tveimur árum voru brjóst hans fjarlægð. Það sem olli honum helst vandræðum síðustu tvö árin var að geta ekki breytt nafni sínu í þjóðskrá og fengið þannig lögbundna viðurkenningu á kyni sínu. Í minningarorðum Arnaldar segir jafnframt að nafnbreytingin hafi valdið honum ýmsum vandamálum. „Hann gat ekki sótt um vinnu því í þjóðskrá var hann kona. Hann gat ekki kynnt sig fyrir vinum sínum, ekki farið í sund eða skemmt sér við að deila lífi sínu og reynslu, til að mynda í því samfélagi þar sem hann vann í að losna undan áfengisvandanum. Hann gat ekki leigt sér íbúð vegna misræmisins á milli þess sem hann var og þess sem skilríkin sögðu.“Elísabet Þorgeirsdóttir, félagsráðgjafi Samtakanna "78Horst Gorda gat ekki breytt nafni sínu í þjóðskrá fyrr en hann væri kominn með íslenskan ríkisborgararétt því að í Lettlandi var hann skráður sem konan Iveta. Ekki er hægt að vera skráður með hvort sitt kynið í tveimur löndum. Elísabet Þorgeirsdóttir, félagsráðgjafi Samtakanna "78, segir að bæta þurfi verklagsreglur í kynleiðréttingarferli. „Það er varhugavert að leyfa manni með erlent ríkisfang að fara í kynleiðréttingarferli án þess að rétturinn til nafnabreytingar sé tryggður. Ef ríkisborgararéttur er skilyrði fyrir nafnabreytingu þá þarf að skoða hvort íslenskur ríkisborgararéttur ætti að vera skilyrði til að hefja ferlið,“ segir Elísabet. Óttar Guðmundsson„Þetta var flókið og erfitt mál því einstaklingurinn var erlendur ríkisborgari,“ segir Óttar Guðmundsson, geðlæknir á Landspítalanum, en Horst var skjólstæðingur hans. „Ég margreyndi að finna flöt til að breyta nafni Horsts en það var enga leið að finna í kringum kerfið. Því miður var ekki hægt að sjá fyrir að þetta vandamál kæmi upp þegar kynleiðréttingarferlið hófst.“ Óttar segir að í lögum sé miðað við tveggja ára búsetu á Íslandi til að hafa rétt á kynleiðréttingarferli. Aftur á móti er til dæmis í Svíþjóð skilyrði að hafa sænskan ríkisborgararétt. Óttar er ekki sammála þeirri gagnrýni að ekki hefði átt að hleypa Horst í kynleiðréttingarferli. „Það hefði verið æskilegra ef hann hefði haft betra stuðningsnet í kringum sig en ég er sannfærður um að honum leið betur sem karlmanni en nokkru sinni sem kona,“ segir Óttar. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira
„Horst var ekki vonlaus fíkill og hann hafði ekki brennt allar brýr að baki sér. En hann hafði gefist upp, langþreyttur af baráttu sinni fyrir mannsæmandi lífi, viðkvæm sál með stórt hjarta, og stolt, sem gerði það að verkum að hann átti erfitt með að láta sér lynda niðurlægingu fólks sem lék sér að því að kalla hann „hana“ og ávarpa í erfiðum aðstæðum með hans fyrra nafni.“ Svo skrifar Arnaldur Máni Finnsson í minningarorðum um Horst Gorda á Facebook, en Arnaldur er áhugamaður um málefni utangarðsfólks og fíkla í Reykjavík. Dagana áður en Horst dó var hann á götunni en hann hafði verið edrú í tæpt ár. Hann fór í meðferð í september 2012 og bjó á áfangaheimilum þangað til honum var vísað út um miðjan september síðastliðinn því hann var byrjaður að drekka. Hann hafði fengið vilyrði hjá lögreglunni um að mega sofa í fangageymslu kvöldið áður en hann dó en mætti ekki og fannst látinn undir morgun á Klambratúni í síðustu viku. Þegar Horst, sem var frá Lettlandi, flutti til Íslands árið 2005 var hann kona og bar nafnið Iveta. Árið 2009 hóf hann kynleiðréttingarferli, fór í hormónameðferð og fyrir tveimur árum voru brjóst hans fjarlægð. Það sem olli honum helst vandræðum síðustu tvö árin var að geta ekki breytt nafni sínu í þjóðskrá og fengið þannig lögbundna viðurkenningu á kyni sínu. Í minningarorðum Arnaldar segir jafnframt að nafnbreytingin hafi valdið honum ýmsum vandamálum. „Hann gat ekki sótt um vinnu því í þjóðskrá var hann kona. Hann gat ekki kynnt sig fyrir vinum sínum, ekki farið í sund eða skemmt sér við að deila lífi sínu og reynslu, til að mynda í því samfélagi þar sem hann vann í að losna undan áfengisvandanum. Hann gat ekki leigt sér íbúð vegna misræmisins á milli þess sem hann var og þess sem skilríkin sögðu.“Elísabet Þorgeirsdóttir, félagsráðgjafi Samtakanna "78Horst Gorda gat ekki breytt nafni sínu í þjóðskrá fyrr en hann væri kominn með íslenskan ríkisborgararétt því að í Lettlandi var hann skráður sem konan Iveta. Ekki er hægt að vera skráður með hvort sitt kynið í tveimur löndum. Elísabet Þorgeirsdóttir, félagsráðgjafi Samtakanna "78, segir að bæta þurfi verklagsreglur í kynleiðréttingarferli. „Það er varhugavert að leyfa manni með erlent ríkisfang að fara í kynleiðréttingarferli án þess að rétturinn til nafnabreytingar sé tryggður. Ef ríkisborgararéttur er skilyrði fyrir nafnabreytingu þá þarf að skoða hvort íslenskur ríkisborgararéttur ætti að vera skilyrði til að hefja ferlið,“ segir Elísabet. Óttar Guðmundsson„Þetta var flókið og erfitt mál því einstaklingurinn var erlendur ríkisborgari,“ segir Óttar Guðmundsson, geðlæknir á Landspítalanum, en Horst var skjólstæðingur hans. „Ég margreyndi að finna flöt til að breyta nafni Horsts en það var enga leið að finna í kringum kerfið. Því miður var ekki hægt að sjá fyrir að þetta vandamál kæmi upp þegar kynleiðréttingarferlið hófst.“ Óttar segir að í lögum sé miðað við tveggja ára búsetu á Íslandi til að hafa rétt á kynleiðréttingarferli. Aftur á móti er til dæmis í Svíþjóð skilyrði að hafa sænskan ríkisborgararétt. Óttar er ekki sammála þeirri gagnrýni að ekki hefði átt að hleypa Horst í kynleiðréttingarferli. „Það hefði verið æskilegra ef hann hefði haft betra stuðningsnet í kringum sig en ég er sannfærður um að honum leið betur sem karlmanni en nokkru sinni sem kona,“ segir Óttar.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira