Lífið

Hyljarinn sem gerir kraftaverk

Marín Manda skrifar
Kristín Minney Pétursdóttir
Kristín Minney Pétursdóttir
Kristín Minney Pétursdóttir les viðskiptafræði við Háskólann á Bifröst og situr í stjórn Merkúr, félags viðskiptafræðinema.

Kristín Minney hefur verið mikið í kringum snyrtivörur í gegnum tíðina en hún er snyrtifræðingur að mennt og hefur starfað sem sölumaður hjá Forvali heildverslun. Einnig hefur hún starfað sem flugfreyja.

„Ekki alls fyrir löngu keypti ég mér gulllitaða snyrtibuddu í Karen Millen sem ég held mikið upp á. Í snyrtibuddunni leynist margt spennandi og ég ætla að deila með ykkur því helsta.

 Hoola-sólarpúðrið frá Benefithef ég notað í mörg ár. Benefit-vörurnar eru því miður ekki fáanlegar hérlendis en ég kaupi mér alltaf birgðir þegar ég er erlendis. Mæli hiklaust með þessum vörum ef þið viljið prufa eitthvað nýtt og spennandi.

Soleil Identité er brúnkukrem í andlit frá Chanel. Þetta krem er algjörlega ómissandi í snyrtibudduna mína, þá sérstaklega þegar veturinn skellur á. Kremið er létt og gefur fallega bronsáferð. Eina brúnkukremið sem ég get notað. 

Þennan fljótandi hyljara frá Shiseido hef ég notað frá því ég starfaði sem flugfreyja. Hann gefur mjög fallegan ljóma í kringum augu. Gerir kraftaverk þegar maður er lítið sofinn og langar til að líta vel út. Þessi hyljari er fáanlegur í þremur mismunandi litum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.