Innlent

Elda uppáhaldsmat fyrir skólabörnin

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Ánægja með matinn er meiri í leikskólum en í grunnskólum.
Ánægja með matinn er meiri í leikskólum en í grunnskólum. Fréttablaðið/Anton
„Stefnt er að því að auka ánægju grunnskólabarna og foreldra með matinn með markvissari hráefniskaupum og auknu gæðaeftirliti,“ segir í tilkynningu frá mötuneytisþjónustu skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.

Yfir 80 prósent foreldra leikskólabarna eru ánægð með matinn en aðeins rösklega helmingur foreldra grunnskólabarna.

Mötuneytissviðið hyggst safna uppskriftum sem börnin eru ánægðust með og laga þær að ráðum Landlæknis um næringarsamsetningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×