Innlent

Leita ráðgjafar í örvæntingu

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Edda Ólafsdóttir er sérfræðingur innflytjendamála hjá Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar.
Edda Ólafsdóttir er sérfræðingur innflytjendamála hjá Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar.
Mannréttindaskrifstofa Reykjavíkurborgar hefur um nokkurra ára skeið veitt innflytjendum ráðgjöf og upplýsingar um þjónustu Reykjavíkurborgar og var nýlega ákveðið að efla enn frekar þjónustuna og bjóða upp á ráðgjöf í Borgarbókasafninu.

„Fólk er oft mjög örvæntingarfullt og leitar til okkar því það veit ekki hvert það á að snúa sér í kerfinu,“ segir Edda Ólafsdóttir, sérfræðingur innflytjendamála hjá Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar.

„Hér er veitt alhliða ráðgjöf og tilsögn, til dæmis við að skilja bréf og launaseðla og hreinlega fá skilning á kerfinu. Það eru svo margir sem vita ekki hvernig samfélagið er uppbyggt og finnst gott að fá tækifæri til að tala tungumálið sitt við samlanda sinn. Fólk kemur líka oft frá löndum þar sem velferðarþjónusta er af skornum skammti og þekkir hreinlega ekki réttindi sín,“ segir Edda.

Fjórir ráðgjafar sem tala sex tungumál starfa við þjónustuna. Þeir eru allir innflytjendur sem hafa aðlagast íslensku samfélagi vel og tala góða íslensku. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×