Fjölmörg börn í Eyjum ekki bólusett Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 9. október 2013 07:00 Þátttaka í bólusetningum er að mestu leyti ásættanleg nema hvað varðar bólusetningar við tólf mánaða og fjögurra ára aldur. Nordicphotos/Getty Í skýrslu um þátttöku í almennum bólusetningum árið 2012 frá sóttvarnalækni kemur fram að þátttakan er misjöfn eftir bóluefnum og eins eftir landsvæðum. Þátttakan er varhugaverð hvað varðar bólusetningar við tólf mánaða og fjögurra ára aldur. Í Vestmannaeyjum eru til að mynda eingöngu 75 prósent fjögurra ára barna bólusett samkvæmt skýrslunni. Guðný Bogadóttir, yfirhjúkrunarfræðingur á heilsugæslu Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja, segist ekki kannast við að foreldrar hafni bólusetningu. „Mín reynsla er sú að þeir sem mæta í skoðun láti bólusetja börnin. Ég man eftir einu tilfelli þar sem bólusetningu var hafnað.“ Guðný segist bíða eftir nafnalista til að finna útskýringar á þessari tölu en af fyrri reynslu skýrist þetta væntanlega af flutningum og að bólusetning hafi ekki verið skráð í tölvukerfið.Samkvæmt skýrslunni er hlutfall eins árs barna sem ekki hafa verið bólusett hæst á Suðurlandi og Suðurnesjum eða 19 prósent. Hlutfall fjögurra ára barna sem ekki hafa verið bólusett er hæst í Vestmannaeyjum eða 25 prósent og á Suðurlandi og Suðurnesjum þar sem 23 prósent barna hafa ekki verið bólusett. Þórólfur Guðnason, yfirlæknir á sóttvarnasviði Landlæknisembættisins, segir að nýr bólusetningargrunnur veiti einstakt tækifæri til að rannsaka ástæður vanbólusetningar. Það taki þó smá tíma að vinna úr niðurstöðunum. „Næsta verkefni er að senda nafnalista á heilsugæslurnar og rannsaka í samstarfi við þær hvort foreldrar séu í auknum mæli að hafna bólusetningu, hvort um misskráningu sé að ræða eða til dæmis boðuð forföll og foreldrar gleymi svo að mæta seinna,“ segir Þórólfur. Eiríkur Gunnarsson og kona hans eiga fjögur börn og hafa yngstu börnin ekki farið í hefðbundnar bólusetningar. „Fyrir okkur fjallar þetta um traust til þess sem er ætlað að gerast. Inn í þetta fléttast ákveðin trú eða lífssýn um að það séu ákveðnar hindranir í lífinu sem maður fær ekki umflúið. Ef maður fær ekki þessa sjúkdóma þá fær maður eitthvað annað. Bólusetningar eru að mínu mati ákveðin móðursýki og inngrip í líkamann sem fyrir svona ung börn er alltof mikið og hreinlega áhættusamt. Við notuðum heilbrigða skynsemi og mátum hverjar áhætturnar væru með hvoru tveggja, því það er margt sem bendir til að það sé áhættusamt að bólusetja, og mátum það sem svo að bólusetningar væru meiri áhætta en að sleppa þeim,“ segir Eiríkur. Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Löreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Sjá meira
Í skýrslu um þátttöku í almennum bólusetningum árið 2012 frá sóttvarnalækni kemur fram að þátttakan er misjöfn eftir bóluefnum og eins eftir landsvæðum. Þátttakan er varhugaverð hvað varðar bólusetningar við tólf mánaða og fjögurra ára aldur. Í Vestmannaeyjum eru til að mynda eingöngu 75 prósent fjögurra ára barna bólusett samkvæmt skýrslunni. Guðný Bogadóttir, yfirhjúkrunarfræðingur á heilsugæslu Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja, segist ekki kannast við að foreldrar hafni bólusetningu. „Mín reynsla er sú að þeir sem mæta í skoðun láti bólusetja börnin. Ég man eftir einu tilfelli þar sem bólusetningu var hafnað.“ Guðný segist bíða eftir nafnalista til að finna útskýringar á þessari tölu en af fyrri reynslu skýrist þetta væntanlega af flutningum og að bólusetning hafi ekki verið skráð í tölvukerfið.Samkvæmt skýrslunni er hlutfall eins árs barna sem ekki hafa verið bólusett hæst á Suðurlandi og Suðurnesjum eða 19 prósent. Hlutfall fjögurra ára barna sem ekki hafa verið bólusett er hæst í Vestmannaeyjum eða 25 prósent og á Suðurlandi og Suðurnesjum þar sem 23 prósent barna hafa ekki verið bólusett. Þórólfur Guðnason, yfirlæknir á sóttvarnasviði Landlæknisembættisins, segir að nýr bólusetningargrunnur veiti einstakt tækifæri til að rannsaka ástæður vanbólusetningar. Það taki þó smá tíma að vinna úr niðurstöðunum. „Næsta verkefni er að senda nafnalista á heilsugæslurnar og rannsaka í samstarfi við þær hvort foreldrar séu í auknum mæli að hafna bólusetningu, hvort um misskráningu sé að ræða eða til dæmis boðuð forföll og foreldrar gleymi svo að mæta seinna,“ segir Þórólfur. Eiríkur Gunnarsson og kona hans eiga fjögur börn og hafa yngstu börnin ekki farið í hefðbundnar bólusetningar. „Fyrir okkur fjallar þetta um traust til þess sem er ætlað að gerast. Inn í þetta fléttast ákveðin trú eða lífssýn um að það séu ákveðnar hindranir í lífinu sem maður fær ekki umflúið. Ef maður fær ekki þessa sjúkdóma þá fær maður eitthvað annað. Bólusetningar eru að mínu mati ákveðin móðursýki og inngrip í líkamann sem fyrir svona ung börn er alltof mikið og hreinlega áhættusamt. Við notuðum heilbrigða skynsemi og mátum hverjar áhætturnar væru með hvoru tveggja, því það er margt sem bendir til að það sé áhættusamt að bólusetja, og mátum það sem svo að bólusetningar væru meiri áhætta en að sleppa þeim,“ segir Eiríkur.
Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Löreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Sjá meira