Fjölmörg börn í Eyjum ekki bólusett Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 9. október 2013 07:00 Þátttaka í bólusetningum er að mestu leyti ásættanleg nema hvað varðar bólusetningar við tólf mánaða og fjögurra ára aldur. Nordicphotos/Getty Í skýrslu um þátttöku í almennum bólusetningum árið 2012 frá sóttvarnalækni kemur fram að þátttakan er misjöfn eftir bóluefnum og eins eftir landsvæðum. Þátttakan er varhugaverð hvað varðar bólusetningar við tólf mánaða og fjögurra ára aldur. Í Vestmannaeyjum eru til að mynda eingöngu 75 prósent fjögurra ára barna bólusett samkvæmt skýrslunni. Guðný Bogadóttir, yfirhjúkrunarfræðingur á heilsugæslu Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja, segist ekki kannast við að foreldrar hafni bólusetningu. „Mín reynsla er sú að þeir sem mæta í skoðun láti bólusetja börnin. Ég man eftir einu tilfelli þar sem bólusetningu var hafnað.“ Guðný segist bíða eftir nafnalista til að finna útskýringar á þessari tölu en af fyrri reynslu skýrist þetta væntanlega af flutningum og að bólusetning hafi ekki verið skráð í tölvukerfið.Samkvæmt skýrslunni er hlutfall eins árs barna sem ekki hafa verið bólusett hæst á Suðurlandi og Suðurnesjum eða 19 prósent. Hlutfall fjögurra ára barna sem ekki hafa verið bólusett er hæst í Vestmannaeyjum eða 25 prósent og á Suðurlandi og Suðurnesjum þar sem 23 prósent barna hafa ekki verið bólusett. Þórólfur Guðnason, yfirlæknir á sóttvarnasviði Landlæknisembættisins, segir að nýr bólusetningargrunnur veiti einstakt tækifæri til að rannsaka ástæður vanbólusetningar. Það taki þó smá tíma að vinna úr niðurstöðunum. „Næsta verkefni er að senda nafnalista á heilsugæslurnar og rannsaka í samstarfi við þær hvort foreldrar séu í auknum mæli að hafna bólusetningu, hvort um misskráningu sé að ræða eða til dæmis boðuð forföll og foreldrar gleymi svo að mæta seinna,“ segir Þórólfur. Eiríkur Gunnarsson og kona hans eiga fjögur börn og hafa yngstu börnin ekki farið í hefðbundnar bólusetningar. „Fyrir okkur fjallar þetta um traust til þess sem er ætlað að gerast. Inn í þetta fléttast ákveðin trú eða lífssýn um að það séu ákveðnar hindranir í lífinu sem maður fær ekki umflúið. Ef maður fær ekki þessa sjúkdóma þá fær maður eitthvað annað. Bólusetningar eru að mínu mati ákveðin móðursýki og inngrip í líkamann sem fyrir svona ung börn er alltof mikið og hreinlega áhættusamt. Við notuðum heilbrigða skynsemi og mátum hverjar áhætturnar væru með hvoru tveggja, því það er margt sem bendir til að það sé áhættusamt að bólusetja, og mátum það sem svo að bólusetningar væru meiri áhætta en að sleppa þeim,“ segir Eiríkur. Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Í skýrslu um þátttöku í almennum bólusetningum árið 2012 frá sóttvarnalækni kemur fram að þátttakan er misjöfn eftir bóluefnum og eins eftir landsvæðum. Þátttakan er varhugaverð hvað varðar bólusetningar við tólf mánaða og fjögurra ára aldur. Í Vestmannaeyjum eru til að mynda eingöngu 75 prósent fjögurra ára barna bólusett samkvæmt skýrslunni. Guðný Bogadóttir, yfirhjúkrunarfræðingur á heilsugæslu Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja, segist ekki kannast við að foreldrar hafni bólusetningu. „Mín reynsla er sú að þeir sem mæta í skoðun láti bólusetja börnin. Ég man eftir einu tilfelli þar sem bólusetningu var hafnað.“ Guðný segist bíða eftir nafnalista til að finna útskýringar á þessari tölu en af fyrri reynslu skýrist þetta væntanlega af flutningum og að bólusetning hafi ekki verið skráð í tölvukerfið.Samkvæmt skýrslunni er hlutfall eins árs barna sem ekki hafa verið bólusett hæst á Suðurlandi og Suðurnesjum eða 19 prósent. Hlutfall fjögurra ára barna sem ekki hafa verið bólusett er hæst í Vestmannaeyjum eða 25 prósent og á Suðurlandi og Suðurnesjum þar sem 23 prósent barna hafa ekki verið bólusett. Þórólfur Guðnason, yfirlæknir á sóttvarnasviði Landlæknisembættisins, segir að nýr bólusetningargrunnur veiti einstakt tækifæri til að rannsaka ástæður vanbólusetningar. Það taki þó smá tíma að vinna úr niðurstöðunum. „Næsta verkefni er að senda nafnalista á heilsugæslurnar og rannsaka í samstarfi við þær hvort foreldrar séu í auknum mæli að hafna bólusetningu, hvort um misskráningu sé að ræða eða til dæmis boðuð forföll og foreldrar gleymi svo að mæta seinna,“ segir Þórólfur. Eiríkur Gunnarsson og kona hans eiga fjögur börn og hafa yngstu börnin ekki farið í hefðbundnar bólusetningar. „Fyrir okkur fjallar þetta um traust til þess sem er ætlað að gerast. Inn í þetta fléttast ákveðin trú eða lífssýn um að það séu ákveðnar hindranir í lífinu sem maður fær ekki umflúið. Ef maður fær ekki þessa sjúkdóma þá fær maður eitthvað annað. Bólusetningar eru að mínu mati ákveðin móðursýki og inngrip í líkamann sem fyrir svona ung börn er alltof mikið og hreinlega áhættusamt. Við notuðum heilbrigða skynsemi og mátum hverjar áhætturnar væru með hvoru tveggja, því það er margt sem bendir til að það sé áhættusamt að bólusetja, og mátum það sem svo að bólusetningar væru meiri áhætta en að sleppa þeim,“ segir Eiríkur.
Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira