Innlent

Bandaríkjamenn flestir

73 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu um Leifsstöð í september.
73 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu um Leifsstöð í september.
Samkvæmt gögnum Ferðamálastofu fóru 73 þúsund erlendir ferðamenn frá landinu um Leifsstöð í september. Ferðamennirnir voru 8.500 fleiri en í sama mánuði og í fyrra. Aukningin nemur rúmum 13 prósentum.

Bandaríkjamenn voru fjölmennastir, eða tæp 16 prósent, og næstfjölmennastir voru Bretar eða 11 prósent. Fast á hæla þeirra fylgdu Þjóðverjar, en þeir voru 10,5 prósent. Þá komu Danir, Svíar og Frakkar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×