Innlent

Yfir 25 þúsund á Hvalasafnið á árinu

Samúel Karl Ólason skrifar
Aðsóknin á Hvalasafnið á Húsavík  í sumar var framar vonum.
Aðsóknin á Hvalasafnið á Húsavík í sumar var framar vonum. Fréttablaðið/Pjetur
25 þúsundasti gestur ársins kom í Hvalasafnið á Húsavík í gær. Í fréttatilkynningu segir að aðsókn í safnið í sumar hafi verið vonum framar og gestum hafi fjölgað um tæp 25 prósent.

Einu sinni áður hefur gestafjöldinn farið yfir 25.000 og var það árið 2009. Í tilefni af þessum áfanga býður Hvalasafnið 20 prósenta afslátt af miðaverði út árið.

Alessandro Fossati og Monica Canova frá Ítalíu voru gestir númer 25 þúsund og hlutu þau bókagjöf og frímiða á safnið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×