Íslenski boltinn

Nýr þjálfari ráðinn til Fram í vikulok

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Sigurður Ragnar Eyjólfsson vísir/stefán
Fram hefur ekki enn ráðið þjálfara fyrir meistaraflokk karla en stjórn knattspyrnudeildar Fram náði ekki samkomulagi við Ríkharð Daðason um að halda áfram.

Sverrir Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, staðfestir að Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fyrrverandi þjálfari kvennalandsliðsins, sé einn af þeim sem koma til greina þó svo að Sigurður sé enn að bíða eftir því hvort hann fái starf landsliðsþjálfara kvennaliðs Englands.

Aftur á móti segir Sverrir ekkert hæft í þeim orðrómi að Framarar hafi verið í viðræðum við Þorlák Árnason, fyrrverandi þjálfara kvennaliðs Stjörnunnar, og Rúnar Pál Sigmundsson, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar. Rúnar sagði einnig í samtali við Fréttablaðið að hann hefði ekkert rætt við Framara.

„Við gefum okkur vikuna í þetta. Við erum harðir á því að kynna nýjan þjálfara í lok vikunnar,“ segir Sverrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×