Öryrkjabandalagið harðlega gagnrýnt í nýrri úttekt Haraldur Guðmundsson skrifar 4. október 2013 07:00 Guðmundur Magnússon, formaður ÖBÍ Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) sætir harðri gagnrýni í úttekt sem nefnd um endurskoðun á skipulagi og uppbyggingu ÖBÍ gerði og Fréttablaðið hefur undir höndum. Bandalagið er þar meðal annars gagnrýnt af helstu samstarfsaðilum þess fyrir stefnuleysi, skort á framtíðarsýn og að vinna án tillits til heildarhagsmuna öryrkja. Á meðal samstarfsaðilanna eru þekktir stjórnendur ríkisstofnana, forsvarsmenn félagasamtaka og fyrrverandi ráðherra. Í samantekt viðtala við þá aðila segir að gagnrýni og kröfur ÖBÍ gangi svo langt að samstarfsaðilarnir telji skilaboð þess „varla svaraverð“. „Samstarfsaðilarnir sem þarna um ræðir er fólk sem við höfum verið að kljást við og við vorum mjög stíf á að það mætti ekki endalaust skerða réttindi öryrkja eða lífeyrisþega,“ segir Guðmundur Magnússon, formaður ÖBÍ. Úttektin inniheldur einnig niðurstöður úr könnun MMR sem ÖBÍ lét gera á viðhorfi almennings til árangurs og áherslna bandalagsins. Þar kemur fram að einungis tuttugu prósent aðspurðra töldu bandalagið hafa náð góðum eða frekar góðum árangri þegar kemur að fjárhagslegum kjörum fatlaðs fólks. „Niðurstöður úttektarinnar eru sláandi og ég er ekki hrifin af þeirri aðferðafræði sem bandalagið hefur notað í baráttu sinni,“ segir Ellen Calmon, varaformaður ÖBÍ. Hún segir augljóst að bandalagið hafi ekki náð æskilegum árangri og af þeim sökum ætli hún í framboð gegn sitjandi formanni á næsta aðalfundi ÖBÍ þann 19. október næstkomandi. Spurð um nánari útskýringu á því hvað henni mislíkar við aðferðafræði ÖBÍ nefnir Ellen meðal annars samskipti bandalagsins við stjórnvöld. „Ég hef fundið fyrir því að þegar stjórnvöld boða Öryrkjabandalagið á fundi hafa forsvarsmenn þess ekki séð sér fært að mæta á fundina.“ Spurður út í þetta tiltekna atriði segir Guðmundur að þarna sé um að ræða eitt tilfelli þar sem bæði hann og framkvæmdastjóri ÖBÍ hafi ekki komist á þann tiltekna fund. „Við höfum alltaf verið tilbúintil að ræða málin en erum ekki tilbúin til að láta vaða yfir okkur hvenær sem er,“ segir Guðmundur. Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Sjá meira
Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) sætir harðri gagnrýni í úttekt sem nefnd um endurskoðun á skipulagi og uppbyggingu ÖBÍ gerði og Fréttablaðið hefur undir höndum. Bandalagið er þar meðal annars gagnrýnt af helstu samstarfsaðilum þess fyrir stefnuleysi, skort á framtíðarsýn og að vinna án tillits til heildarhagsmuna öryrkja. Á meðal samstarfsaðilanna eru þekktir stjórnendur ríkisstofnana, forsvarsmenn félagasamtaka og fyrrverandi ráðherra. Í samantekt viðtala við þá aðila segir að gagnrýni og kröfur ÖBÍ gangi svo langt að samstarfsaðilarnir telji skilaboð þess „varla svaraverð“. „Samstarfsaðilarnir sem þarna um ræðir er fólk sem við höfum verið að kljást við og við vorum mjög stíf á að það mætti ekki endalaust skerða réttindi öryrkja eða lífeyrisþega,“ segir Guðmundur Magnússon, formaður ÖBÍ. Úttektin inniheldur einnig niðurstöður úr könnun MMR sem ÖBÍ lét gera á viðhorfi almennings til árangurs og áherslna bandalagsins. Þar kemur fram að einungis tuttugu prósent aðspurðra töldu bandalagið hafa náð góðum eða frekar góðum árangri þegar kemur að fjárhagslegum kjörum fatlaðs fólks. „Niðurstöður úttektarinnar eru sláandi og ég er ekki hrifin af þeirri aðferðafræði sem bandalagið hefur notað í baráttu sinni,“ segir Ellen Calmon, varaformaður ÖBÍ. Hún segir augljóst að bandalagið hafi ekki náð æskilegum árangri og af þeim sökum ætli hún í framboð gegn sitjandi formanni á næsta aðalfundi ÖBÍ þann 19. október næstkomandi. Spurð um nánari útskýringu á því hvað henni mislíkar við aðferðafræði ÖBÍ nefnir Ellen meðal annars samskipti bandalagsins við stjórnvöld. „Ég hef fundið fyrir því að þegar stjórnvöld boða Öryrkjabandalagið á fundi hafa forsvarsmenn þess ekki séð sér fært að mæta á fundina.“ Spurður út í þetta tiltekna atriði segir Guðmundur að þarna sé um að ræða eitt tilfelli þar sem bæði hann og framkvæmdastjóri ÖBÍ hafi ekki komist á þann tiltekna fund. „Við höfum alltaf verið tilbúintil að ræða málin en erum ekki tilbúin til að láta vaða yfir okkur hvenær sem er,“ segir Guðmundur.
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Sjá meira