Sækja ellefu milljarða til þrotabúanna Valur Grettisson skrifar 2. október 2013 07:00 Slitastjórnir þurfa að borga rúmlega ellefu milljarða í skatt. „Þarna er um umtalsverða fjármuni að ræða,“ sagði Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis, en samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar verða þrotabúa gömlu bankanna ekki undanþegin bankaskatti. Bankaskattur á heildarskuldir lánafyrirtækja og fyrirtækja sem hafa heimild til að taka við innlánum hækkar úr 0,041% í 0,145%. Í frumvarpinu segir að kostnaðurinn sé til kominn til þess að mæta þeim mikla kostnaði sem hefur fallið á ríkissjóð vegna bankahrunsins. Tekjuáhrif þessarar aðgerðar eru áætluð 14,2 milljarðar króna á næsta ári. Áætlað er að þar af komi um 11,3 milljarðar í tekjur af „lögaðilum í slitameðferð“, þ.e. þrotabúunum. „Þetta er töluverð hækkun,“ segir Steinunn og bætir við að forsendur hækkunarinnar verði kannaðar á næstu dögum. Hún segist ekki geta tjáð sig efnislega um hækkunina í ljósi þess að hún var ekki búin að kynna sér frumvarpið nægilega vel. „Þetta verður hugsanlega rætt á kröfuhafafundinum,“ sagði Páll Benediktsson, upplýsingafulltrúi slitastjórnar gamla Landsbankans. Slitastjórnin heldur kröfuhafafund á Hótel Reykjavík Natura í dag. Hann tekur í sama streng og Steinunn og segir að málið verði skoðað á næstu dögum og að slitastjórn hafi ekki gefist ráðrúm til þess að kanna áhrif skattsins á þrotabúið. Líkt og Steinunn vissi hann ekki af fyrirhuguðum skatti fyrr en eftir að ríkisstjórnin kynnti frumvarpið í gær. Fram kemur í fjárlagafrumvarpinu að sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki hafi verið markmið lagasetningarinnar, meðal annars með því að afla ríkinu tekna til að mæta þeim mikla kostnaði sem fallið hefur á ríkissjóð vegna hruns íslenska fjármálakerfisins. Fjármálafyrirtæki í slitameðferð hafa verið undanþegin greiðslu skattsins undanfarin ár en í frumvarpinu segir að ekki þyki ástæða til að viðhalda þeirri undanþágu. Féð sem fæst með skattinum á þrotabúin, sem er rúmlega ellefu milljarðar, mun verða 85 prósent af nettóáhrifum af skattabreytingunum í fjárlagafrumvarpinu. Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, hafði ekki kynnt sér fjárlagafrumvarpið í gær og treysti sér ekki til að tjá sig um það. Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Sjá meira
„Þarna er um umtalsverða fjármuni að ræða,“ sagði Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis, en samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar verða þrotabúa gömlu bankanna ekki undanþegin bankaskatti. Bankaskattur á heildarskuldir lánafyrirtækja og fyrirtækja sem hafa heimild til að taka við innlánum hækkar úr 0,041% í 0,145%. Í frumvarpinu segir að kostnaðurinn sé til kominn til þess að mæta þeim mikla kostnaði sem hefur fallið á ríkissjóð vegna bankahrunsins. Tekjuáhrif þessarar aðgerðar eru áætluð 14,2 milljarðar króna á næsta ári. Áætlað er að þar af komi um 11,3 milljarðar í tekjur af „lögaðilum í slitameðferð“, þ.e. þrotabúunum. „Þetta er töluverð hækkun,“ segir Steinunn og bætir við að forsendur hækkunarinnar verði kannaðar á næstu dögum. Hún segist ekki geta tjáð sig efnislega um hækkunina í ljósi þess að hún var ekki búin að kynna sér frumvarpið nægilega vel. „Þetta verður hugsanlega rætt á kröfuhafafundinum,“ sagði Páll Benediktsson, upplýsingafulltrúi slitastjórnar gamla Landsbankans. Slitastjórnin heldur kröfuhafafund á Hótel Reykjavík Natura í dag. Hann tekur í sama streng og Steinunn og segir að málið verði skoðað á næstu dögum og að slitastjórn hafi ekki gefist ráðrúm til þess að kanna áhrif skattsins á þrotabúið. Líkt og Steinunn vissi hann ekki af fyrirhuguðum skatti fyrr en eftir að ríkisstjórnin kynnti frumvarpið í gær. Fram kemur í fjárlagafrumvarpinu að sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki hafi verið markmið lagasetningarinnar, meðal annars með því að afla ríkinu tekna til að mæta þeim mikla kostnaði sem fallið hefur á ríkissjóð vegna hruns íslenska fjármálakerfisins. Fjármálafyrirtæki í slitameðferð hafa verið undanþegin greiðslu skattsins undanfarin ár en í frumvarpinu segir að ekki þyki ástæða til að viðhalda þeirri undanþágu. Féð sem fæst með skattinum á þrotabúin, sem er rúmlega ellefu milljarðar, mun verða 85 prósent af nettóáhrifum af skattabreytingunum í fjárlagafrumvarpinu. Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, hafði ekki kynnt sér fjárlagafrumvarpið í gær og treysti sér ekki til að tjá sig um það.
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Sjá meira