Sækja ellefu milljarða til þrotabúanna Valur Grettisson skrifar 2. október 2013 07:00 Slitastjórnir þurfa að borga rúmlega ellefu milljarða í skatt. „Þarna er um umtalsverða fjármuni að ræða,“ sagði Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis, en samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar verða þrotabúa gömlu bankanna ekki undanþegin bankaskatti. Bankaskattur á heildarskuldir lánafyrirtækja og fyrirtækja sem hafa heimild til að taka við innlánum hækkar úr 0,041% í 0,145%. Í frumvarpinu segir að kostnaðurinn sé til kominn til þess að mæta þeim mikla kostnaði sem hefur fallið á ríkissjóð vegna bankahrunsins. Tekjuáhrif þessarar aðgerðar eru áætluð 14,2 milljarðar króna á næsta ári. Áætlað er að þar af komi um 11,3 milljarðar í tekjur af „lögaðilum í slitameðferð“, þ.e. þrotabúunum. „Þetta er töluverð hækkun,“ segir Steinunn og bætir við að forsendur hækkunarinnar verði kannaðar á næstu dögum. Hún segist ekki geta tjáð sig efnislega um hækkunina í ljósi þess að hún var ekki búin að kynna sér frumvarpið nægilega vel. „Þetta verður hugsanlega rætt á kröfuhafafundinum,“ sagði Páll Benediktsson, upplýsingafulltrúi slitastjórnar gamla Landsbankans. Slitastjórnin heldur kröfuhafafund á Hótel Reykjavík Natura í dag. Hann tekur í sama streng og Steinunn og segir að málið verði skoðað á næstu dögum og að slitastjórn hafi ekki gefist ráðrúm til þess að kanna áhrif skattsins á þrotabúið. Líkt og Steinunn vissi hann ekki af fyrirhuguðum skatti fyrr en eftir að ríkisstjórnin kynnti frumvarpið í gær. Fram kemur í fjárlagafrumvarpinu að sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki hafi verið markmið lagasetningarinnar, meðal annars með því að afla ríkinu tekna til að mæta þeim mikla kostnaði sem fallið hefur á ríkissjóð vegna hruns íslenska fjármálakerfisins. Fjármálafyrirtæki í slitameðferð hafa verið undanþegin greiðslu skattsins undanfarin ár en í frumvarpinu segir að ekki þyki ástæða til að viðhalda þeirri undanþágu. Féð sem fæst með skattinum á þrotabúin, sem er rúmlega ellefu milljarðar, mun verða 85 prósent af nettóáhrifum af skattabreytingunum í fjárlagafrumvarpinu. Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, hafði ekki kynnt sér fjárlagafrumvarpið í gær og treysti sér ekki til að tjá sig um það. Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
„Þarna er um umtalsverða fjármuni að ræða,“ sagði Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis, en samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar verða þrotabúa gömlu bankanna ekki undanþegin bankaskatti. Bankaskattur á heildarskuldir lánafyrirtækja og fyrirtækja sem hafa heimild til að taka við innlánum hækkar úr 0,041% í 0,145%. Í frumvarpinu segir að kostnaðurinn sé til kominn til þess að mæta þeim mikla kostnaði sem hefur fallið á ríkissjóð vegna bankahrunsins. Tekjuáhrif þessarar aðgerðar eru áætluð 14,2 milljarðar króna á næsta ári. Áætlað er að þar af komi um 11,3 milljarðar í tekjur af „lögaðilum í slitameðferð“, þ.e. þrotabúunum. „Þetta er töluverð hækkun,“ segir Steinunn og bætir við að forsendur hækkunarinnar verði kannaðar á næstu dögum. Hún segist ekki geta tjáð sig efnislega um hækkunina í ljósi þess að hún var ekki búin að kynna sér frumvarpið nægilega vel. „Þetta verður hugsanlega rætt á kröfuhafafundinum,“ sagði Páll Benediktsson, upplýsingafulltrúi slitastjórnar gamla Landsbankans. Slitastjórnin heldur kröfuhafafund á Hótel Reykjavík Natura í dag. Hann tekur í sama streng og Steinunn og segir að málið verði skoðað á næstu dögum og að slitastjórn hafi ekki gefist ráðrúm til þess að kanna áhrif skattsins á þrotabúið. Líkt og Steinunn vissi hann ekki af fyrirhuguðum skatti fyrr en eftir að ríkisstjórnin kynnti frumvarpið í gær. Fram kemur í fjárlagafrumvarpinu að sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki hafi verið markmið lagasetningarinnar, meðal annars með því að afla ríkinu tekna til að mæta þeim mikla kostnaði sem fallið hefur á ríkissjóð vegna hruns íslenska fjármálakerfisins. Fjármálafyrirtæki í slitameðferð hafa verið undanþegin greiðslu skattsins undanfarin ár en í frumvarpinu segir að ekki þyki ástæða til að viðhalda þeirri undanþágu. Féð sem fæst með skattinum á þrotabúin, sem er rúmlega ellefu milljarðar, mun verða 85 prósent af nettóáhrifum af skattabreytingunum í fjárlagafrumvarpinu. Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, hafði ekki kynnt sér fjárlagafrumvarpið í gær og treysti sér ekki til að tjá sig um það.
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira