Hætta kannabisneyslu með aldrinum og aukinni ábyrgð Þorgils Jónsson skrifar 21. september 2013 07:00 Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði, segir niðurstöður rannsókna sýna að kannabisneysla sé ekki eins almenn og mætti ráða af fjölda frétta af aðgerðum lögreglu gegn framleiðslu og sölu slíkra efna. Líklegra er að það sé til vitnis um góðan árangur lögreglu og að hún hafi góða yfirsýn yfir markaðinn. Fréttablaðið/GVA Helgi Gunnlaugsson Reglubundin neysla kannabisefna á Íslandi er óveruleg og að mestu leyti bundin við yngri aldurshópa. Þetta segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Neysla virðist hverfa úr lífsstíl fólks með aukinni ábyrgð. Helgi bætir því við að sínar rannsóknir rími vel við niðurstöður könnunar sem gerð var fyrir Landlæknisembættið og Fréttablaðið sagði frá í gær. Í nýju könnuninni kemur fram að rúmur þriðjungur landsmanna á aldrinum 18 til 67 ára hafi einhvern tíma á ævinni neytt kannabisefna. Í nýjustu rannsókn Helga sagðist hins vegar fjórðungur svarenda hafa neytt slíkra efna. „Í báðum rannsóknum sjáum við ákveðna fjölgun þeirra sem hafa prófað kannabis,“ segir Helgi. „Þeir hjá Landlækni fá hærri tölu en ég en það gæti verið vanmat hjá mér sem liggur í framkvæmd kannana. Þegar við skoðum reglulega neytendur fæ ég mjög svipaða niðurstöðu.“ Í samtali við Fréttablaðið í gær sagði Sveinbjörn Kristjánsson, sérfræðingur hjá Landlæknisembættinu, að hópur reglubundinna neytenda væri þó ekki stór. Helgi segir það einnig styðja sínar rannsóknir. „Það sem þetta segir okkur í raun er að þetta er jaðaratferli. Þótt margir prófi, hvort sem er af tilraunamennsku eða forvitni, er regluleg kannabisneysla í samfélaginu í sjálfu sér óveruleg og bundin við ákveðna hópa; mest yngri aldurshópa, en mælist varla á fullorðinsárum.“ Helgi segir að rannsóknirnar sýni báðar fram á að reglubundin neysla sé tímabundin. „Fólk prófar þetta kannski og gerir aftur örsjaldan, yfir einhvern tíma, en flestir virðast vaxa frá þessu. Þetta virðist detta út úr lífsstíl fólks með aukinni ábyrgð.“ Sveinbjörn sagði í blaðinu í gær að umræðan um kannabisræktun og -neyslu hér á landi síðustu misseri gæti gefið til kynna að neysla væri mun almennari en hún í rauninni er. Helgi tekur undir þau sjónarmið. „Það er bara ekki svo. Í umræðunni hefur mikið farið fyrir fréttum af því að lögregla hafi fundið hundruð kannabisplantna. Af þessum mælingum má kannski helst ráða að lögreglan sé að standa sig afar vel í þessum málum og hafi góða yfirsýn yfir markaðinn.“ Í könnun Landlæknisembættisins var einnig spurt um afstöðu til lögleiðingar kannabisefna. Niðurstöðurnar gefa til kynna að almenn andstaða við lögleiðingu hafi dvínað frá síðustu könnun, árið 2003, úr 87% niður í 78%. Helgi segir að þrátt fyrir þetta sé enn mikil andstaða í samfélaginu við lögleiðingu. „Það er enn mikil andstaða í samfélaginu við lögleiðingu. Það er líka ekki þannig að stjórnvöld standi ein heldur nær þessi andstaða allt niður í grasrótina.“ Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Helgi Gunnlaugsson Reglubundin neysla kannabisefna á Íslandi er óveruleg og að mestu leyti bundin við yngri aldurshópa. Þetta segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Neysla virðist hverfa úr lífsstíl fólks með aukinni ábyrgð. Helgi bætir því við að sínar rannsóknir rími vel við niðurstöður könnunar sem gerð var fyrir Landlæknisembættið og Fréttablaðið sagði frá í gær. Í nýju könnuninni kemur fram að rúmur þriðjungur landsmanna á aldrinum 18 til 67 ára hafi einhvern tíma á ævinni neytt kannabisefna. Í nýjustu rannsókn Helga sagðist hins vegar fjórðungur svarenda hafa neytt slíkra efna. „Í báðum rannsóknum sjáum við ákveðna fjölgun þeirra sem hafa prófað kannabis,“ segir Helgi. „Þeir hjá Landlækni fá hærri tölu en ég en það gæti verið vanmat hjá mér sem liggur í framkvæmd kannana. Þegar við skoðum reglulega neytendur fæ ég mjög svipaða niðurstöðu.“ Í samtali við Fréttablaðið í gær sagði Sveinbjörn Kristjánsson, sérfræðingur hjá Landlæknisembættinu, að hópur reglubundinna neytenda væri þó ekki stór. Helgi segir það einnig styðja sínar rannsóknir. „Það sem þetta segir okkur í raun er að þetta er jaðaratferli. Þótt margir prófi, hvort sem er af tilraunamennsku eða forvitni, er regluleg kannabisneysla í samfélaginu í sjálfu sér óveruleg og bundin við ákveðna hópa; mest yngri aldurshópa, en mælist varla á fullorðinsárum.“ Helgi segir að rannsóknirnar sýni báðar fram á að reglubundin neysla sé tímabundin. „Fólk prófar þetta kannski og gerir aftur örsjaldan, yfir einhvern tíma, en flestir virðast vaxa frá þessu. Þetta virðist detta út úr lífsstíl fólks með aukinni ábyrgð.“ Sveinbjörn sagði í blaðinu í gær að umræðan um kannabisræktun og -neyslu hér á landi síðustu misseri gæti gefið til kynna að neysla væri mun almennari en hún í rauninni er. Helgi tekur undir þau sjónarmið. „Það er bara ekki svo. Í umræðunni hefur mikið farið fyrir fréttum af því að lögregla hafi fundið hundruð kannabisplantna. Af þessum mælingum má kannski helst ráða að lögreglan sé að standa sig afar vel í þessum málum og hafi góða yfirsýn yfir markaðinn.“ Í könnun Landlæknisembættisins var einnig spurt um afstöðu til lögleiðingar kannabisefna. Niðurstöðurnar gefa til kynna að almenn andstaða við lögleiðingu hafi dvínað frá síðustu könnun, árið 2003, úr 87% niður í 78%. Helgi segir að þrátt fyrir þetta sé enn mikil andstaða í samfélaginu við lögleiðingu. „Það er enn mikil andstaða í samfélaginu við lögleiðingu. Það er líka ekki þannig að stjórnvöld standi ein heldur nær þessi andstaða allt niður í grasrótina.“
Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?