Hætta kannabisneyslu með aldrinum og aukinni ábyrgð Þorgils Jónsson skrifar 21. september 2013 07:00 Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði, segir niðurstöður rannsókna sýna að kannabisneysla sé ekki eins almenn og mætti ráða af fjölda frétta af aðgerðum lögreglu gegn framleiðslu og sölu slíkra efna. Líklegra er að það sé til vitnis um góðan árangur lögreglu og að hún hafi góða yfirsýn yfir markaðinn. Fréttablaðið/GVA Helgi Gunnlaugsson Reglubundin neysla kannabisefna á Íslandi er óveruleg og að mestu leyti bundin við yngri aldurshópa. Þetta segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Neysla virðist hverfa úr lífsstíl fólks með aukinni ábyrgð. Helgi bætir því við að sínar rannsóknir rími vel við niðurstöður könnunar sem gerð var fyrir Landlæknisembættið og Fréttablaðið sagði frá í gær. Í nýju könnuninni kemur fram að rúmur þriðjungur landsmanna á aldrinum 18 til 67 ára hafi einhvern tíma á ævinni neytt kannabisefna. Í nýjustu rannsókn Helga sagðist hins vegar fjórðungur svarenda hafa neytt slíkra efna. „Í báðum rannsóknum sjáum við ákveðna fjölgun þeirra sem hafa prófað kannabis,“ segir Helgi. „Þeir hjá Landlækni fá hærri tölu en ég en það gæti verið vanmat hjá mér sem liggur í framkvæmd kannana. Þegar við skoðum reglulega neytendur fæ ég mjög svipaða niðurstöðu.“ Í samtali við Fréttablaðið í gær sagði Sveinbjörn Kristjánsson, sérfræðingur hjá Landlæknisembættinu, að hópur reglubundinna neytenda væri þó ekki stór. Helgi segir það einnig styðja sínar rannsóknir. „Það sem þetta segir okkur í raun er að þetta er jaðaratferli. Þótt margir prófi, hvort sem er af tilraunamennsku eða forvitni, er regluleg kannabisneysla í samfélaginu í sjálfu sér óveruleg og bundin við ákveðna hópa; mest yngri aldurshópa, en mælist varla á fullorðinsárum.“ Helgi segir að rannsóknirnar sýni báðar fram á að reglubundin neysla sé tímabundin. „Fólk prófar þetta kannski og gerir aftur örsjaldan, yfir einhvern tíma, en flestir virðast vaxa frá þessu. Þetta virðist detta út úr lífsstíl fólks með aukinni ábyrgð.“ Sveinbjörn sagði í blaðinu í gær að umræðan um kannabisræktun og -neyslu hér á landi síðustu misseri gæti gefið til kynna að neysla væri mun almennari en hún í rauninni er. Helgi tekur undir þau sjónarmið. „Það er bara ekki svo. Í umræðunni hefur mikið farið fyrir fréttum af því að lögregla hafi fundið hundruð kannabisplantna. Af þessum mælingum má kannski helst ráða að lögreglan sé að standa sig afar vel í þessum málum og hafi góða yfirsýn yfir markaðinn.“ Í könnun Landlæknisembættisins var einnig spurt um afstöðu til lögleiðingar kannabisefna. Niðurstöðurnar gefa til kynna að almenn andstaða við lögleiðingu hafi dvínað frá síðustu könnun, árið 2003, úr 87% niður í 78%. Helgi segir að þrátt fyrir þetta sé enn mikil andstaða í samfélaginu við lögleiðingu. „Það er enn mikil andstaða í samfélaginu við lögleiðingu. Það er líka ekki þannig að stjórnvöld standi ein heldur nær þessi andstaða allt niður í grasrótina.“ Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira
Helgi Gunnlaugsson Reglubundin neysla kannabisefna á Íslandi er óveruleg og að mestu leyti bundin við yngri aldurshópa. Þetta segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Neysla virðist hverfa úr lífsstíl fólks með aukinni ábyrgð. Helgi bætir því við að sínar rannsóknir rími vel við niðurstöður könnunar sem gerð var fyrir Landlæknisembættið og Fréttablaðið sagði frá í gær. Í nýju könnuninni kemur fram að rúmur þriðjungur landsmanna á aldrinum 18 til 67 ára hafi einhvern tíma á ævinni neytt kannabisefna. Í nýjustu rannsókn Helga sagðist hins vegar fjórðungur svarenda hafa neytt slíkra efna. „Í báðum rannsóknum sjáum við ákveðna fjölgun þeirra sem hafa prófað kannabis,“ segir Helgi. „Þeir hjá Landlækni fá hærri tölu en ég en það gæti verið vanmat hjá mér sem liggur í framkvæmd kannana. Þegar við skoðum reglulega neytendur fæ ég mjög svipaða niðurstöðu.“ Í samtali við Fréttablaðið í gær sagði Sveinbjörn Kristjánsson, sérfræðingur hjá Landlæknisembættinu, að hópur reglubundinna neytenda væri þó ekki stór. Helgi segir það einnig styðja sínar rannsóknir. „Það sem þetta segir okkur í raun er að þetta er jaðaratferli. Þótt margir prófi, hvort sem er af tilraunamennsku eða forvitni, er regluleg kannabisneysla í samfélaginu í sjálfu sér óveruleg og bundin við ákveðna hópa; mest yngri aldurshópa, en mælist varla á fullorðinsárum.“ Helgi segir að rannsóknirnar sýni báðar fram á að reglubundin neysla sé tímabundin. „Fólk prófar þetta kannski og gerir aftur örsjaldan, yfir einhvern tíma, en flestir virðast vaxa frá þessu. Þetta virðist detta út úr lífsstíl fólks með aukinni ábyrgð.“ Sveinbjörn sagði í blaðinu í gær að umræðan um kannabisræktun og -neyslu hér á landi síðustu misseri gæti gefið til kynna að neysla væri mun almennari en hún í rauninni er. Helgi tekur undir þau sjónarmið. „Það er bara ekki svo. Í umræðunni hefur mikið farið fyrir fréttum af því að lögregla hafi fundið hundruð kannabisplantna. Af þessum mælingum má kannski helst ráða að lögreglan sé að standa sig afar vel í þessum málum og hafi góða yfirsýn yfir markaðinn.“ Í könnun Landlæknisembættisins var einnig spurt um afstöðu til lögleiðingar kannabisefna. Niðurstöðurnar gefa til kynna að almenn andstaða við lögleiðingu hafi dvínað frá síðustu könnun, árið 2003, úr 87% niður í 78%. Helgi segir að þrátt fyrir þetta sé enn mikil andstaða í samfélaginu við lögleiðingu. „Það er enn mikil andstaða í samfélaginu við lögleiðingu. Það er líka ekki þannig að stjórnvöld standi ein heldur nær þessi andstaða allt niður í grasrótina.“
Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira