Hætta kannabisneyslu með aldrinum og aukinni ábyrgð Þorgils Jónsson skrifar 21. september 2013 07:00 Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði, segir niðurstöður rannsókna sýna að kannabisneysla sé ekki eins almenn og mætti ráða af fjölda frétta af aðgerðum lögreglu gegn framleiðslu og sölu slíkra efna. Líklegra er að það sé til vitnis um góðan árangur lögreglu og að hún hafi góða yfirsýn yfir markaðinn. Fréttablaðið/GVA Helgi Gunnlaugsson Reglubundin neysla kannabisefna á Íslandi er óveruleg og að mestu leyti bundin við yngri aldurshópa. Þetta segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Neysla virðist hverfa úr lífsstíl fólks með aukinni ábyrgð. Helgi bætir því við að sínar rannsóknir rími vel við niðurstöður könnunar sem gerð var fyrir Landlæknisembættið og Fréttablaðið sagði frá í gær. Í nýju könnuninni kemur fram að rúmur þriðjungur landsmanna á aldrinum 18 til 67 ára hafi einhvern tíma á ævinni neytt kannabisefna. Í nýjustu rannsókn Helga sagðist hins vegar fjórðungur svarenda hafa neytt slíkra efna. „Í báðum rannsóknum sjáum við ákveðna fjölgun þeirra sem hafa prófað kannabis,“ segir Helgi. „Þeir hjá Landlækni fá hærri tölu en ég en það gæti verið vanmat hjá mér sem liggur í framkvæmd kannana. Þegar við skoðum reglulega neytendur fæ ég mjög svipaða niðurstöðu.“ Í samtali við Fréttablaðið í gær sagði Sveinbjörn Kristjánsson, sérfræðingur hjá Landlæknisembættinu, að hópur reglubundinna neytenda væri þó ekki stór. Helgi segir það einnig styðja sínar rannsóknir. „Það sem þetta segir okkur í raun er að þetta er jaðaratferli. Þótt margir prófi, hvort sem er af tilraunamennsku eða forvitni, er regluleg kannabisneysla í samfélaginu í sjálfu sér óveruleg og bundin við ákveðna hópa; mest yngri aldurshópa, en mælist varla á fullorðinsárum.“ Helgi segir að rannsóknirnar sýni báðar fram á að reglubundin neysla sé tímabundin. „Fólk prófar þetta kannski og gerir aftur örsjaldan, yfir einhvern tíma, en flestir virðast vaxa frá þessu. Þetta virðist detta út úr lífsstíl fólks með aukinni ábyrgð.“ Sveinbjörn sagði í blaðinu í gær að umræðan um kannabisræktun og -neyslu hér á landi síðustu misseri gæti gefið til kynna að neysla væri mun almennari en hún í rauninni er. Helgi tekur undir þau sjónarmið. „Það er bara ekki svo. Í umræðunni hefur mikið farið fyrir fréttum af því að lögregla hafi fundið hundruð kannabisplantna. Af þessum mælingum má kannski helst ráða að lögreglan sé að standa sig afar vel í þessum málum og hafi góða yfirsýn yfir markaðinn.“ Í könnun Landlæknisembættisins var einnig spurt um afstöðu til lögleiðingar kannabisefna. Niðurstöðurnar gefa til kynna að almenn andstaða við lögleiðingu hafi dvínað frá síðustu könnun, árið 2003, úr 87% niður í 78%. Helgi segir að þrátt fyrir þetta sé enn mikil andstaða í samfélaginu við lögleiðingu. „Það er enn mikil andstaða í samfélaginu við lögleiðingu. Það er líka ekki þannig að stjórnvöld standi ein heldur nær þessi andstaða allt niður í grasrótina.“ Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Fleiri fréttir Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðun Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Sjá meira
Helgi Gunnlaugsson Reglubundin neysla kannabisefna á Íslandi er óveruleg og að mestu leyti bundin við yngri aldurshópa. Þetta segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Neysla virðist hverfa úr lífsstíl fólks með aukinni ábyrgð. Helgi bætir því við að sínar rannsóknir rími vel við niðurstöður könnunar sem gerð var fyrir Landlæknisembættið og Fréttablaðið sagði frá í gær. Í nýju könnuninni kemur fram að rúmur þriðjungur landsmanna á aldrinum 18 til 67 ára hafi einhvern tíma á ævinni neytt kannabisefna. Í nýjustu rannsókn Helga sagðist hins vegar fjórðungur svarenda hafa neytt slíkra efna. „Í báðum rannsóknum sjáum við ákveðna fjölgun þeirra sem hafa prófað kannabis,“ segir Helgi. „Þeir hjá Landlækni fá hærri tölu en ég en það gæti verið vanmat hjá mér sem liggur í framkvæmd kannana. Þegar við skoðum reglulega neytendur fæ ég mjög svipaða niðurstöðu.“ Í samtali við Fréttablaðið í gær sagði Sveinbjörn Kristjánsson, sérfræðingur hjá Landlæknisembættinu, að hópur reglubundinna neytenda væri þó ekki stór. Helgi segir það einnig styðja sínar rannsóknir. „Það sem þetta segir okkur í raun er að þetta er jaðaratferli. Þótt margir prófi, hvort sem er af tilraunamennsku eða forvitni, er regluleg kannabisneysla í samfélaginu í sjálfu sér óveruleg og bundin við ákveðna hópa; mest yngri aldurshópa, en mælist varla á fullorðinsárum.“ Helgi segir að rannsóknirnar sýni báðar fram á að reglubundin neysla sé tímabundin. „Fólk prófar þetta kannski og gerir aftur örsjaldan, yfir einhvern tíma, en flestir virðast vaxa frá þessu. Þetta virðist detta út úr lífsstíl fólks með aukinni ábyrgð.“ Sveinbjörn sagði í blaðinu í gær að umræðan um kannabisræktun og -neyslu hér á landi síðustu misseri gæti gefið til kynna að neysla væri mun almennari en hún í rauninni er. Helgi tekur undir þau sjónarmið. „Það er bara ekki svo. Í umræðunni hefur mikið farið fyrir fréttum af því að lögregla hafi fundið hundruð kannabisplantna. Af þessum mælingum má kannski helst ráða að lögreglan sé að standa sig afar vel í þessum málum og hafi góða yfirsýn yfir markaðinn.“ Í könnun Landlæknisembættisins var einnig spurt um afstöðu til lögleiðingar kannabisefna. Niðurstöðurnar gefa til kynna að almenn andstaða við lögleiðingu hafi dvínað frá síðustu könnun, árið 2003, úr 87% niður í 78%. Helgi segir að þrátt fyrir þetta sé enn mikil andstaða í samfélaginu við lögleiðingu. „Það er enn mikil andstaða í samfélaginu við lögleiðingu. Það er líka ekki þannig að stjórnvöld standi ein heldur nær þessi andstaða allt niður í grasrótina.“
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Fleiri fréttir Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðun Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent