Uppstokkun á að hleypa lífi í miðbæinn á Akranesi Garðar Örn Úlfarsson skrifar 21. september 2013 07:00 Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri á Akranesi, sem hér stendur á Kirkjubraut við Akratorg, segir auð hús í miðbænum hafa látið á sjá. Mynd/Sædís Alexía Sigurmundsdóttir „Hér eru óþrjótandi möguleikar fyrir framtakssama aðila,“ segir Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri um uppbyggingaráform í gamla bænum á Akranesi. Regína segir bæjaryfirvöld og aðra hagsmunaaðila á Akranesi nú vinna markvisst að því að snúa vörn í sókn í gamla miðbænum, meðal annars til að efla ferðamennsku. „Það eru fjölmargir vaxtarbroddar í bænum, til dæmis sem tengjast vitunum á Breiðinni, einnig í tengslum við Langasand, golfvöllinn og í sjávartengdri ferðamennsku eins og hvalaskoðun og sjóstangveiði. Það sem flestir ferðamenn eiga sameiginlegt er að þeir sækjast í eldri hluta bæja og borga og þar verðum við að gera betur,“ segir bæjarstjórinn. Regína segir mörg gömul og virðuleg hús í miðbænum hafa staðið auð um árabil og vera farin að láta verulega á sjá. „Ástæðan er sú að húsin, eða íbúðir í þeim, eru í eigu lánastofnana og ekki hefur verið unnt að leigja þau þótt leiguhúsnæði hafi vantað á Akranesi, sökum ástands íbúðanna og húsanna,“ segir hún. Samkomulag hefur náðst við Íbúðalánasjóð um sölu á fimmtán íbúðum í eldri hluta bæjarins. Regína segir vonast til að væntanlegir kaupendur geri íbúðirnar upp til ábúðar eða leigu því mikill skortur sé á leiguhúsnæði. Akraneskaupstaður keypti gamla Landsbankahúsið við Akratorg sem stóð autt um árabil og rak þar upplýsingamiðstöð ferðamanna í sumar. Framkvæmdir við torgið eiga að verða liður í að breyta ásýnd gamla miðbæjarins og auka líf þar að nýju. Þá hafa bæjaryfirvöld átt í viðræðum við forsvarsmenn Sementsverksmiðjunnar sem er hætt framleiðslu. Verksmiðjan nær yfir sex hektara og tengist útivistarsvæðinu á Langasandi og Jaðarsbökkum og einnig gamla miðbænum og Akratorginu. Skipulag svæðisins verður rætt á íbúafundi í nóvember. „Þar verður ákveðnum skipulagshugmyndum varpað fram sem fundarmenn geta síðan spunnið út frá eða komið með nýjar,“ segir Regína, sem kveður flesta bæjarbúa hafa skoðun á þessum reit. Fram hefur komið í Fréttablaðinu að Faxaflóahafnir ætla að selja Hafnarhúsið á Akranesi undir þeim formerkjum að þar verði veitingasala eða önnur starfsemi tengd ferðamennsku. „Þá má nefna að nokkrir aðilar hafa rætt við bæjaryfirvöld um að starfrækja hótel á Akranesi en það hefur lengi verið skortur á hóteli sem er opið allt árið,“ segir bæjarstjórinn. Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira
„Hér eru óþrjótandi möguleikar fyrir framtakssama aðila,“ segir Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri um uppbyggingaráform í gamla bænum á Akranesi. Regína segir bæjaryfirvöld og aðra hagsmunaaðila á Akranesi nú vinna markvisst að því að snúa vörn í sókn í gamla miðbænum, meðal annars til að efla ferðamennsku. „Það eru fjölmargir vaxtarbroddar í bænum, til dæmis sem tengjast vitunum á Breiðinni, einnig í tengslum við Langasand, golfvöllinn og í sjávartengdri ferðamennsku eins og hvalaskoðun og sjóstangveiði. Það sem flestir ferðamenn eiga sameiginlegt er að þeir sækjast í eldri hluta bæja og borga og þar verðum við að gera betur,“ segir bæjarstjórinn. Regína segir mörg gömul og virðuleg hús í miðbænum hafa staðið auð um árabil og vera farin að láta verulega á sjá. „Ástæðan er sú að húsin, eða íbúðir í þeim, eru í eigu lánastofnana og ekki hefur verið unnt að leigja þau þótt leiguhúsnæði hafi vantað á Akranesi, sökum ástands íbúðanna og húsanna,“ segir hún. Samkomulag hefur náðst við Íbúðalánasjóð um sölu á fimmtán íbúðum í eldri hluta bæjarins. Regína segir vonast til að væntanlegir kaupendur geri íbúðirnar upp til ábúðar eða leigu því mikill skortur sé á leiguhúsnæði. Akraneskaupstaður keypti gamla Landsbankahúsið við Akratorg sem stóð autt um árabil og rak þar upplýsingamiðstöð ferðamanna í sumar. Framkvæmdir við torgið eiga að verða liður í að breyta ásýnd gamla miðbæjarins og auka líf þar að nýju. Þá hafa bæjaryfirvöld átt í viðræðum við forsvarsmenn Sementsverksmiðjunnar sem er hætt framleiðslu. Verksmiðjan nær yfir sex hektara og tengist útivistarsvæðinu á Langasandi og Jaðarsbökkum og einnig gamla miðbænum og Akratorginu. Skipulag svæðisins verður rætt á íbúafundi í nóvember. „Þar verður ákveðnum skipulagshugmyndum varpað fram sem fundarmenn geta síðan spunnið út frá eða komið með nýjar,“ segir Regína, sem kveður flesta bæjarbúa hafa skoðun á þessum reit. Fram hefur komið í Fréttablaðinu að Faxaflóahafnir ætla að selja Hafnarhúsið á Akranesi undir þeim formerkjum að þar verði veitingasala eða önnur starfsemi tengd ferðamennsku. „Þá má nefna að nokkrir aðilar hafa rætt við bæjaryfirvöld um að starfrækja hótel á Akranesi en það hefur lengi verið skortur á hóteli sem er opið allt árið,“ segir bæjarstjórinn.
Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira