Gylfi þarf heldur betur að berjast fyrir sæti sínu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2013 07:00 Ef að það hefur einhvern tímann góður tími til að hvíla Gylfa Þór Sigurðsson þá var það kannski um síðustu helgi enda framundan mikilvægir landsleikir í undankeppni HM 2014. En hver er staðan hjá okkar manni hjá Tottenham? Seta Gylfa á bekknum allan leikinn á móti Arsenal á sunnudaginn í viðbót við alla þá nýju leikmenn sem knattspyrnustjórinn André Villas-Boas er búinn að ná í á síðustu vikum skapar vissulega óvissu um framtíðahlutverk Gylfa í liðinu. Gylfi var inn á vellinum nær allt undirbúningstímabilið hjá Tottenham og kom inn í tímabilið fullur bjartsýni um stærra hlutverk í ár. Risasalan á Gareth Bale opnaði hinsvegar möguleika fyrir forráðamenn Tottenham til að bæta við leikmönnum og miðjumennirnir hreinlega streymdu til White Hart Lane síðustu vikur félagsskiptagluggans sem lokaði í gær. Hinn fjölhæfi Paulinho er strax kominn í uppáhald hjá Villas-Boas, Moussa Dembélé er fastamaður á miðjunni, Nacer Chadli hefur stungið sér inn skarðið sem Gareth Bale skildi eftir sig á vinstri vængnum og þá eigum við enn eftir að sjá hvernig Villas-Boas ætlar að nota Danann Christian Eriksen. Það hafa alls sjö miðju- eða kantmenn komið til Tottenham eftir að félagið keypti Gylfa í júlí í fyrra og þótt að þessir leikmenn séu í mismikilli samkeppni við íslenska landsliðsmanninn, sjá samanburð, þá er ljóst að samkeppni um stöður á miðsvæðinu er svakalega.André Villas-Boas er vanalega að stilla upp í leikkerfinu 4-2-1-3 og það má segja að Gylfi komi til greina í þrjár stöður í því þótt að við Íslendingar viljum helst sjá hann í holunni fyrir aftan framherjann. Gylfi hefur mest verið út á vinstri kanti á þessari leiktíð en það er vonandi að Villas-Boas hafi ekki hugsað hann sem tímabundna varskeifu fyrir Bale. Hér á síðunni má sjá yfirlit yfir þá leikmenn sem teljast vera í samkeppni um stöður við Gylfa og ennfremur hvar þeir geta spilað á vellinum. Það vekur vissulega athygli að enginn þessara leikmanna eru eldri en 26 ára og langflestir á bilinu 24 til 26 ára. Nú er bara að fyrir Gylfa að minna á sig með því að hjálpa íslenska landsliðinu í komandi leikjunum í undankeppni. Það fer örugglega ekki framhjá Villas-Boas ef (Gylfi Þór) Sigurðsson verður á skotskónum á móti Sviss og eða Albaníu. Enski boltinn Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sjá meira
Ef að það hefur einhvern tímann góður tími til að hvíla Gylfa Þór Sigurðsson þá var það kannski um síðustu helgi enda framundan mikilvægir landsleikir í undankeppni HM 2014. En hver er staðan hjá okkar manni hjá Tottenham? Seta Gylfa á bekknum allan leikinn á móti Arsenal á sunnudaginn í viðbót við alla þá nýju leikmenn sem knattspyrnustjórinn André Villas-Boas er búinn að ná í á síðustu vikum skapar vissulega óvissu um framtíðahlutverk Gylfa í liðinu. Gylfi var inn á vellinum nær allt undirbúningstímabilið hjá Tottenham og kom inn í tímabilið fullur bjartsýni um stærra hlutverk í ár. Risasalan á Gareth Bale opnaði hinsvegar möguleika fyrir forráðamenn Tottenham til að bæta við leikmönnum og miðjumennirnir hreinlega streymdu til White Hart Lane síðustu vikur félagsskiptagluggans sem lokaði í gær. Hinn fjölhæfi Paulinho er strax kominn í uppáhald hjá Villas-Boas, Moussa Dembélé er fastamaður á miðjunni, Nacer Chadli hefur stungið sér inn skarðið sem Gareth Bale skildi eftir sig á vinstri vængnum og þá eigum við enn eftir að sjá hvernig Villas-Boas ætlar að nota Danann Christian Eriksen. Það hafa alls sjö miðju- eða kantmenn komið til Tottenham eftir að félagið keypti Gylfa í júlí í fyrra og þótt að þessir leikmenn séu í mismikilli samkeppni við íslenska landsliðsmanninn, sjá samanburð, þá er ljóst að samkeppni um stöður á miðsvæðinu er svakalega.André Villas-Boas er vanalega að stilla upp í leikkerfinu 4-2-1-3 og það má segja að Gylfi komi til greina í þrjár stöður í því þótt að við Íslendingar viljum helst sjá hann í holunni fyrir aftan framherjann. Gylfi hefur mest verið út á vinstri kanti á þessari leiktíð en það er vonandi að Villas-Boas hafi ekki hugsað hann sem tímabundna varskeifu fyrir Bale. Hér á síðunni má sjá yfirlit yfir þá leikmenn sem teljast vera í samkeppni um stöður við Gylfa og ennfremur hvar þeir geta spilað á vellinum. Það vekur vissulega athygli að enginn þessara leikmanna eru eldri en 26 ára og langflestir á bilinu 24 til 26 ára. Nú er bara að fyrir Gylfa að minna á sig með því að hjálpa íslenska landsliðinu í komandi leikjunum í undankeppni. Það fer örugglega ekki framhjá Villas-Boas ef (Gylfi Þór) Sigurðsson verður á skotskónum á móti Sviss og eða Albaníu.
Enski boltinn Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sjá meira