Innlent

Braust inn til foreldra vinar

Valur Grettisson skrifar
Maðurinn var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald.
Maðurinn var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald.
Hæstiréttur Íslands staðfesti í gær vikulangt gæsluvarðhald yfir karlmanni vegna fjölmargra innbrota og þjófnaðarbrota. Meðal annars braust hann inn hjá foreldrum vinar síns og stal þaðan þúsund dollurum og evrum að verðmæti hálf milljón króna.

Í úrskurðinum segir að stór hluti þýfisins sé ófundinn og því sé nauðsynlegt að maðurinn sæti varðhaldi svo að hann geti ekki torveldað rannsókn málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×