Innlent

Sorpa sýnir urðunarstað í Álfsnesi

Þorgils Jónsson skrifar
Áhugasömum býðst að fara í skoðunarferð um urðunarsvæðið í Álfsnesi um helgina.
Áhugasömum býðst að fara í skoðunarferð um urðunarsvæðið í Álfsnesi um helgina. Fréttablaðið/Valli
Sorpa býður áhugasömum í stutta ökuferð um urðunarstaðinn í Álfsnesi um helgina.

Uppákoma þessi er í tengslum við bæjarhátíðina "Í túninu heima" sem haldin verður í Mosfellsbæ um helgina, en Sorpa verður einnig með kynningu á fyrirtækinu fyrir gesti og gangandi í Álafosskvos.

Lagt verður af stað klukkan 14 á laugardag frá Þverholti í Mosfellsbæ. Farið verður með gesti um svæði urðunarstaðarins undir leiðsögn, starfsemin skoðuð og spurningum svarað.

Að heimsókn lokinni er gestum ekið til baka á upphafsstað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×