Ekki megi rugga bát embættismanna Garðar Örn Úlfarsson skrifar 30. ágúst 2013 08:00 Elías Ólafsson og starfsmenn Gámaþjónustunnar sem sóttu lífrænan úrgang við Hagkaup í Garðabæ í gær. Fréttablaðið/GVA „Það er einhver hræðsla innan kerfisins hjá aðilum sem telja að við séum að taka frá þeim verkefni,“ segir Elías Ólafsson, stjórnarmaður í Gámaþjónustunni sem ekki fær að safna lífrænum úrgangi frá heimilum í Reykjavík. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær synjaði umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur Gámaþjónustunni um undanþágu til að safna lífrænum úrgangi frá heimilum. Í umsögn ráðsins segir að lífrænn úrangur geti valdið lyktarmengun, að skordýr og meindýr sæki í hann og að úrgangurinn geti borið með sér sóttkveikjur. „Því er mjög mikilvægt að regluleg hirða sé tryggð og rétt staðið að söfnun úrgangsins,“ segir ráðið og bendir umferð um íbúagötur muni aukast verulega eftir því sem oftar verði hirt og fleiri úrangsflokkum safnað.Elías og lífræni úrgangurinn.Fréttablaðið/GVAElías bendir á að Gámaþjónustan hafi nú í tvö ár safnað lífrænum úrgangi frá heimilum á Akureyri og Dalvík með góðum árangri. Ef rétt sé að farið þurfi umferð ekki að aukast. „Sveitarfélögin nyrðra virðast ekki eins hrædd við okkur og sveitarfélögin fyrir sunnan. Við tökum lífræna úrganginn í sömu ferð og við náum í annan úrgang. Rökin eru eiginlega alltof þau að við séum að taka einhver verkefni frá sveitarfélögunum og að það geti engin gert þetta almennilega nema þau,“ segir Elías.Þessu grænmeti og ávöxtum verður breytt í gróðurmold.Fréttablaðið/GVAÞá nefnir Elías að á höfuðborgarsvæðinu safni Gámaþjónustan nú þegar snurðulaust lífrænum úrgangi frá fyrirtækjum. „Manni finnst skrítið að einmitt þau yfirvöld sem hafi það markmið að minnka urðun skuli setja stöðugt fótinn fyrir mann,“ segir hann. Að sögn Elíasar er umdeilanlegt hvort borginni komi það yfirhöfuð við að íbúar semji við fyrirtækið um sorphirðu. Gámaþjónustan hafi þó viljað vinna málið í bróðerni og fá leyfi borgarinnar. „En embættismönnum borgarinnar finnst að það sé verið að rugga bátnum þeirra,“ segir hann. Gámaþjónustan er ásamt Sorpu og Íslenska gámafélaginu ráðandi á markaði hérlendis. Aðspurður segir Elías að þessi fyrirtæki velti samtals fimm til sex milljörðum króna. Það eru því miklir viðskiptahagsmunir í húfi. Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
„Það er einhver hræðsla innan kerfisins hjá aðilum sem telja að við séum að taka frá þeim verkefni,“ segir Elías Ólafsson, stjórnarmaður í Gámaþjónustunni sem ekki fær að safna lífrænum úrgangi frá heimilum í Reykjavík. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær synjaði umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur Gámaþjónustunni um undanþágu til að safna lífrænum úrgangi frá heimilum. Í umsögn ráðsins segir að lífrænn úrangur geti valdið lyktarmengun, að skordýr og meindýr sæki í hann og að úrgangurinn geti borið með sér sóttkveikjur. „Því er mjög mikilvægt að regluleg hirða sé tryggð og rétt staðið að söfnun úrgangsins,“ segir ráðið og bendir umferð um íbúagötur muni aukast verulega eftir því sem oftar verði hirt og fleiri úrangsflokkum safnað.Elías og lífræni úrgangurinn.Fréttablaðið/GVAElías bendir á að Gámaþjónustan hafi nú í tvö ár safnað lífrænum úrgangi frá heimilum á Akureyri og Dalvík með góðum árangri. Ef rétt sé að farið þurfi umferð ekki að aukast. „Sveitarfélögin nyrðra virðast ekki eins hrædd við okkur og sveitarfélögin fyrir sunnan. Við tökum lífræna úrganginn í sömu ferð og við náum í annan úrgang. Rökin eru eiginlega alltof þau að við séum að taka einhver verkefni frá sveitarfélögunum og að það geti engin gert þetta almennilega nema þau,“ segir Elías.Þessu grænmeti og ávöxtum verður breytt í gróðurmold.Fréttablaðið/GVAÞá nefnir Elías að á höfuðborgarsvæðinu safni Gámaþjónustan nú þegar snurðulaust lífrænum úrgangi frá fyrirtækjum. „Manni finnst skrítið að einmitt þau yfirvöld sem hafi það markmið að minnka urðun skuli setja stöðugt fótinn fyrir mann,“ segir hann. Að sögn Elíasar er umdeilanlegt hvort borginni komi það yfirhöfuð við að íbúar semji við fyrirtækið um sorphirðu. Gámaþjónustan hafi þó viljað vinna málið í bróðerni og fá leyfi borgarinnar. „En embættismönnum borgarinnar finnst að það sé verið að rugga bátnum þeirra,“ segir hann. Gámaþjónustan er ásamt Sorpu og Íslenska gámafélaginu ráðandi á markaði hérlendis. Aðspurður segir Elías að þessi fyrirtæki velti samtals fimm til sex milljörðum króna. Það eru því miklir viðskiptahagsmunir í húfi.
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent