Innlent

Ekki ákært í Sigurplastsmálinu

Þorgils Jónsson skrifar
Mál gegn fyrrverandi forsvarsmönnum Sigurplasts hefur verið látið niður falla.
Mál gegn fyrrverandi forsvarsmönnum Sigurplasts hefur verið látið niður falla. Fréttablaðið/Stefán
Ekki verður ákært í málum sem tengd eru fyrirtækinu Sigurplasti og fyrrverandi forsvarsmönnum þess. Sérstakur saksóknari hafði í vor fellt málið niður með þeim röksemdum að ekkert hefði komið fram við rannsóknina sem gæfi tilefni til opinberrar rannsóknar og ríkissaksóknari staðfesti þá ákvörðun í vikunni.

Í umfjöllun Fréttablaðsins um málið í október 2010 var vitnað í fréttastofu RÚV um að Arion banki hefði kært fyrri eigendur vegna gruns um misnotkun á fyrirtækinu í aðdraganda gjaldþrotaskipta. Einnig var haft eftir heimildarmönnum að fyrrverandi framkvæmdastjóri Sigurplasts hefði fært innflutning til nýs félags, hefði haft bókhaldsgögn á brott og væri talinn hafa átt við tölvukerfi fyrirtækisins.

Sérstakur saksóknari hafði kærurnar á hendur fyrrverandi forsvarsmönnum Sigurplasts til rannsóknar í tvö og hálft ár. Í rökstuðningi embættisins fyrir því að fella málið niður segir meðal annars að ekkert hafi vantað í bókhaldskerfið og kærandi virðist hafa byggt mat sitt á því að einhver hafi átt við tölvukerfið á líkum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×