Innlent

Fjögur ný græn farfuglaheimili

Farfuglaheimili sem rekið er í Gaulverjaskóla í Flóa er á meðal fjögurra sem nú mega segjast vera "græn“.
Farfuglaheimili sem rekið er í Gaulverjaskóla í Flóa er á meðal fjögurra sem nú mega segjast vera "græn“. Mynd/Farfuglar
Nýlega bættust við fjögur farfuglaheimili í hóp grænna heimila og græn farfuglaheimili eru því þrettán talsins. Nýju heimilin eru á Reyðarfirði, Vagnsstöðum í Suðursveit, í Vík og Gaulverjaskóla í Gaulverjabæjarhreppi.

Til þess að hvetja rekstraraðila farfuglaheimila til að vinna markvisst að umhverfismálum ákvað stjórn Farfugla árið 2003 að þau heimili sem uppfylltu ákveðin viðmið fengju heimild til að kalla sig græn farfuglaheimili. Viðmiðin eru fjölbreytt og á sviði innkaupa, flokkunar, orkunotkunar og umhverfisfræðslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×