Uppgefnir gangnamenn í kappi við tímann Valur Grettisson skrifar 30. ágúst 2013 07:00 Víðir Reynisson deildarstjóri almannavarna ríkislögreglustjóra segir allar viðvaranir gilda þrátt fyrir óljósar veðurspár. „Þetta eru átök," sagði Sæþór Gunnsteinsson, gangnaforingi Aðaldæla sem hefur ásamt tuttugu öðrum bændum riðið um hálendið frá Mývatnssveit austur í Kelduhverfi, að smala saman fé áður en boðað óveður skellur á landi vestanvert um helgina. Hópurinn fór af stað á miðvikudaginn og smöluðu fé fram í myrkur. Í gærmorgun vöknuðu þeir svo klukkan fimm og héldu áfram. Mennirnir eru ríðandi og allir vanir að sögn Sæþórs. Tíminn er naumur, enda þarf að smala saman fimm þúsund fjár fyrir kvöldið í kvöld. Stefnt er á að féð verði komið niður í Hraunsrétt í Aðaldal síðdegis í dag. Veðurstofan hefur spáð hvassviðri eða stormi um landið Vestanvert, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi Vestra seinnipartinn í dag. Þá er þar einnig búist við talsverðri eða mikilli úrkomu, rigningu á láglendi, en snjókomu í meira en 200-300 metra hæð yfir sjó Norðvestan til. Sæþór er bjartsýnn á að verkefnið takist fyrir settan tíma, en mannskapurinn var þreyttur þegar Fréttablaðið hafði samband við hann í gær. „Það eru allir uppgefnir, hundar hestar sem og menn," sagði Sæþór sem segir sína menn þó ekki láta deigan síga. Svo virðist sem veður sé að færast eitthvað til, helst er að vindstrengurinn hefur færst enn vestar. Hvassast verður á Vestfjörðum og eins er gert ráð fyrir hvassri Norðvestanátt inn Breiðafjörð og Faxaflóa og síðan hvessir Norðan og Norðvestanlands um nóttina. Sæþór segir að það stefni í skárra veður á þeirra slóðum, en minnugir um norðanbálið sem skall óvænt á snemma síðasta haust, er engin áhætta tekin þegar kemur að veðrinu. Víðir Reynisson hjá almannavörnum Ríkislögreglustjóra segir að mesta áherslan, eftir að bændur voru látnir vita af yfirvofandi óveðri, hafi verið að vara ferðamenn við. „Skálaverðir víða hafa markvisst stoppað ferðamenn og gefið þeim upplýsingar um veðrið," segir Víðir og bætir við að þetta hafi tekist vel. Hann segir litla umferð ferðamanna á hálendinu þar sem versta veðrinu er spáð. Þessi mikla smalamennska breytir þó ýmsu hjá bændum á svæðinu. Að sögn Sæþórs þurfa bændur líklega að bíða hátt í átta vikur eftir að dýrunum verði slátrað. Hann segir þó fátt sé svo með öllu illt, enda kemur sauðféð vel undan sumrinu. „Kjötið verður algjörlega æðislegt í ár. Féð kemur úr þessum blómskrúða haga og það er eiginlega ótrúlegt að ríða um landið núna því það lítur svo vel út," segir Sæþór. Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Sjá meira
„Þetta eru átök," sagði Sæþór Gunnsteinsson, gangnaforingi Aðaldæla sem hefur ásamt tuttugu öðrum bændum riðið um hálendið frá Mývatnssveit austur í Kelduhverfi, að smala saman fé áður en boðað óveður skellur á landi vestanvert um helgina. Hópurinn fór af stað á miðvikudaginn og smöluðu fé fram í myrkur. Í gærmorgun vöknuðu þeir svo klukkan fimm og héldu áfram. Mennirnir eru ríðandi og allir vanir að sögn Sæþórs. Tíminn er naumur, enda þarf að smala saman fimm þúsund fjár fyrir kvöldið í kvöld. Stefnt er á að féð verði komið niður í Hraunsrétt í Aðaldal síðdegis í dag. Veðurstofan hefur spáð hvassviðri eða stormi um landið Vestanvert, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi Vestra seinnipartinn í dag. Þá er þar einnig búist við talsverðri eða mikilli úrkomu, rigningu á láglendi, en snjókomu í meira en 200-300 metra hæð yfir sjó Norðvestan til. Sæþór er bjartsýnn á að verkefnið takist fyrir settan tíma, en mannskapurinn var þreyttur þegar Fréttablaðið hafði samband við hann í gær. „Það eru allir uppgefnir, hundar hestar sem og menn," sagði Sæþór sem segir sína menn þó ekki láta deigan síga. Svo virðist sem veður sé að færast eitthvað til, helst er að vindstrengurinn hefur færst enn vestar. Hvassast verður á Vestfjörðum og eins er gert ráð fyrir hvassri Norðvestanátt inn Breiðafjörð og Faxaflóa og síðan hvessir Norðan og Norðvestanlands um nóttina. Sæþór segir að það stefni í skárra veður á þeirra slóðum, en minnugir um norðanbálið sem skall óvænt á snemma síðasta haust, er engin áhætta tekin þegar kemur að veðrinu. Víðir Reynisson hjá almannavörnum Ríkislögreglustjóra segir að mesta áherslan, eftir að bændur voru látnir vita af yfirvofandi óveðri, hafi verið að vara ferðamenn við. „Skálaverðir víða hafa markvisst stoppað ferðamenn og gefið þeim upplýsingar um veðrið," segir Víðir og bætir við að þetta hafi tekist vel. Hann segir litla umferð ferðamanna á hálendinu þar sem versta veðrinu er spáð. Þessi mikla smalamennska breytir þó ýmsu hjá bændum á svæðinu. Að sögn Sæþórs þurfa bændur líklega að bíða hátt í átta vikur eftir að dýrunum verði slátrað. Hann segir þó fátt sé svo með öllu illt, enda kemur sauðféð vel undan sumrinu. „Kjötið verður algjörlega æðislegt í ár. Féð kemur úr þessum blómskrúða haga og það er eiginlega ótrúlegt að ríða um landið núna því það lítur svo vel út," segir Sæþór.
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Sjá meira